Stjórn Stuðnings til sjálfstæðis kom saman í lok apríl 2020 til að fara yfir umsjóknir um styrki úr sjóðnum, sem að auglýst var eftir í febrúar mánuði.
Alls bárust 13 umsóknir uppá 3,1 milljónir króna. Eftirfarandi styrkúthlutanir voru samþykktar:
A - flokkur. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.
Þjónustu og þekkingarmiðstöðin vegna þátttöku starfsmanna í Norrænni ráðstefnu: 500.000 krónur.
B - Flokkur. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.
Helena Redding. Námskeiðsgjöld: 68.475 krónur.
C - flokkur. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.
Úthlutanir með fyrirvara um að viðkomandi hafi ekki fengið úthlutað samskonar styrk á seinustu þremur árum.
Baldur Sigurðarson 75.000 krónur.
Fríða Eyrún Sæmundsdóttir 75.000 krónur.
Lilja Sveinsdóttir 75.000 krónu.
Murner Buran Zeravan 75.000 krónur.
Rósa María Hjörvar 75.00 krónur.
Rósa Ragnarsdóttir 75.000 krónur.
Samtals úthlutað í C - flokki: 450.000 krónu
D - flokkur. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdrátta.
Ásta Björnsdóttir, Þjónustu og þekkingamiðstöðin til verkefnisins: Að hugsa sér – Bækur fyrir blind og sjónskert börn: 700.000 kr.
Eyþór Kamban Þrastarson og Rannveig Traustadóttir, Þjónustu og þekkingamiðstöðin til verkefnisins að fá Daniel Kish til landsins: 1.000.000 krónur.
Svavar Guðmundsson vegna bókarútgáfu: 200.000 krónur.
Kristín Gunnarsóttir til verkefnis sem felst í að gefa notuð gleraugu í þróunarlöndum: 100.000 krónur.
Samtals úthlutað í D-flokki 2.000.000 krónur.
Alls úthlutað 3.093.475 krónur.