Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður. Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri.
Fjarverandi: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri og Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður.
1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.
Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.
SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.
Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð 7. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt.
3. Skýrslur bréf og erindi.
- Erindi frá Menntamálalráðuneytinu þar sem Blindrafélaginu er boðið að tilnefna aðal og varamann í samráðshóp forstjóra Hljóðbókasafns Íslands. Skipunin í hópinn er til 4ra ára. Kristinn Halldór Einarsson, sem aðalmaður og formaður hópsins og Arnheiður Björnsdóttir sem varamaður hafa verið fulltrúar Blindrafélagsins í samráðshópnum.
Stjórnin samþykkti að tilnefna Kristinn og Örnu aftur í samráðshópinn.
- Erindi frá ÖBÍ þar sem óskað er eftir framhaldsskólanema undir tvítugu sem fulltrúa Ungliðahreyfingar ÖBÍ í Ungmennaráð Menntamálastofnunar.
Vísað til Ungblindar og Kaisu.
- SUH kynnti EBU netráðstefnu um kynjajafnrétti og valdeflingu sjónskerta kvenna. Vísað til jafnréttisnefndar.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Úthlutun úr sjóðnum Blind börn á Íslandi.
- Bætt kjör lífeyrisþega – málþing málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
- Fyrirlestur með Gerard Quinn um SRFF í HÍ og fundur með samtökum fatlaðra í Hamrahlíðinni 31. október.
- Þingkosningar og kjörgögn á punktaletri.
- Hádegisspjall 26. október um talgervla.
- Ráðstefna um punktaletur haldin í Danmörk.
- Fundur með forstöðumanni Miðstöðvarinnar.
- Styrktarsjóður Richards og Dóru.
- NSK og NKK á Íslandi á næsta ári.
- Aðalfundur ÖBÍ.
- Tilnefningar í málefnahópa ÖBÍ.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
- Rekstraryfirlit Blindrafélagsins fyrir janúar til september 2017.
- Rekstraryfirlit Blindravinnustofunnar fyrir janúar til september 2017.
- Starfsmannamál.
- Fjáraflanir.
- Þjónustusamning við Velferðarráðuneytið .
- Ferðaþjónustumál.
- Úthlutanir úr styrktarsjóðnum Stuðningur til sjálfstæðis.
4. Inntaka nýrra félaga.
Fyrir lágu umsóknir frá skrifstofunni um 6 nýja félaga. Þar af var ein umsókn um foreldraaðild. Voru allar umsóknirnar samþykktar samhljóða með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
5. Rekstraryfirlit janúar til september.
KHE fór yfir helstu tölur í rekstraryfirliti Blindrafélagsins fyrir fyrstu 9 mánuði ársins sem sent hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn:
Tekjur eru 161,4 mkr sem er 2% undir áætlun. Fjáraflanir eru 89 mkr sem er 2,65% undir áætlun en um 12 mkr. (7%) hærri en á sama tíma í fyrra.
Rekstrargjöld 158,5 mkr sem er 3,3% yfir áætlun.
Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð uppá 2,8 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 4,9 mkr. Fyrir sama tíma á seinasta ári var afkoman neikvæð um 3,5 mkr.
Að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta er afkoman neikvæð sem nemur 4,8 mkr, Áætlun gerði ráð fyrir 0,7 mkr í hagnað. Fyrir sama tíma 2016 var afkoman neikvæð um 4,9 mkr.
Rekstraryfirlit Blindravinnustofunnar fyrir janúar til september 2017:
Heildartekjur eru 108 mkr, sem er 6,1% undir áætlun.
Framlegð af sölu er betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Styrkir og þjónustusamningar eru 27 mkr. sem er á pari við áætlun.
Almennur rekstrarkostnaður er 9 mkr. sem er 1,5% yfir áætlun.
Bráðabirgða EBIDTA er uppá 8,4 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 2,5 mkr.
Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með afkomu bæði félagsins og BVS.
6. RIWC 2020 í Reykjavík.
SUH gerði grein fyrir því helsta sem að unnið hefur verið að í undirbúningi fyrir RIWC 2020. Vísindanefnd RIWC 2020 hefur verið skipuð og í henni eru eftirtaldir:
- Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum, yfirlæknir augndeildar LSH:
- Jón Jóhannes Jónsson prófessor við læknadeild HÍ, yfirlæknir, erfða-og sameindalæknisfræðideildar LSH.
- Ragnheiður Bragadóttir University of Oslo · Department of Ophthalmology (OPHT) Neuroscience, Ophthalmology MD, PhD
- Sigríður Másdóttir yfiraugnlæknir Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
- Sveinn Hákon Harðarson aðstoðar prófessor í augnlækningum við HÍ.
- Þór Eysteinsson prófessor í lífeðlisfræði við HÍ.
Formlegur undirbúningur fyrir RIWC 2020 mun hefjast á RIWC 2018 í Aukland á Nýja Sjálandi í febrúar. Blindrafélagið þarf að vera með sendinefnd þar til að kynna og veita upplýsingar um RIWC í Reykjavík 2020. Áður hafði verið samþykkt að í sendinefndinni verði: Helgi Hjörvar formaður undirbúningsnefndar, Kristinn Halldór Einarsson, sem jafnframt er í stjórn RI og Sigþór U Hallfreðsson. Samþykkt var að bæta Ragnheiði Bragadóttur við í sendinefndina sem formanni vísindanefndarinnar.
Samþykkt var að tillögu SUH að allur kostnaður vegna þátttöku á RIWC 2018 og RIWC 2020 verði greiddur úr verkefnasjóði enda renni væntanlegar tekjur einnig til verkefnasjóðs.
7. Félagsfundur 9. nóvember.
SUH gerði tillögu um að Eyþór Kamban Þrastarson yrði tilnefndur fundarstjóri og Gísli Helgason fundarritari. Var sú tillaga samþykkt samhljóða.
Dagskrá félagsfundarins er eftirfarandi:
- Fundarsetning.
- Kynning fundargesta.
- Kosning starfsmanna fundarins.
- Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar. (Sjá á heimasíðunni hér, á Vefvarpinu og í lok þessa fréttabréfs. en einnig var hún birt á Völdum greinum 19. tölublaði sem kom út 20. október)
- Fagráð Blindrafélagsins sem starfar samkvæmt aðgerðaráætlun Blindrafélagsins gegn kynferðislegu ofbeldi.
- Fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir á Hamrahlíð 17.
- Önnur mál.
8. Önnur mál.
Rósa Ragnars gerði grein fyrir skipulagningu á fyrirhugaðri Færeyjaferð í júlí sumarið 2018.
Fundi slitið kl 17:53.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.