Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður sem var símatengdur frá Þýskalandi.
Fjarverandi: Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri.
1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.
Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.
SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.
Lýst eftir öðrum málum: RR.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð 4. fundar var lesin upp og samþykkt.
3. Skýrslur.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Fundur fólksins á Akureyri.
- Námskeið um ofbeldi gegn fötluðu fólki.
- Fundur um málefni blindra og sjónskertra afreksíþróttamanna.
- Ráðstefnan Rafræn þjónusta og upplýsingaaðgengi.
- VISAL námskeið.
- Könnun á áhuga á sameiginlegum tölvukaupum.
- Tölvunámskeið.
- Starfsmannafundur.
- RIWC 2020 og mögulegar íslenskar rannsóknir.
- Samstarf við Íshesta.
- Samstarf við Lionshreyfinguna.
- Nýr annar varaforseti WBU.
- Af vettvangi EBU, stöðumat á gr. 26 í SSRF.
- Af norrænu samstarfi
RP Norden í Finnlandi.
NSK og NKK samráðsfundir.
NUK ráðstefnan
- Af vettvangi ÖBÍ.
Aðalfundur ÖBÍ Í október.
4. Inntaka nýrra félaga
Tilkynning barst frá skrifstofu um 5 nýja félaga í ágúst. Nöfn þeirra voru lesin upp og samþykkti stjórn inngöngu þeirra.
5. Bréf og erindi.
Engin bréf eða erindi voru fyrirliggjandi.
6. PODIO vefur ÖBÍ.
Rúnar Þorkelsson formaður málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf kynnti PODIO vef ÖBÍ. Vefurinn er aðgangsstýrt vinnusvæði sem ætlað er m.a. til að koma á framfæri upplýsingum, vera hópvinnusvæði og fækka útsendum tölvupóstum. Einnig eru til undirflokkar fyrir einstaka starfshópa sem eru einnig aðgangsstýrðir.
Fram kom að aðildarfélög ÖBÍ gætu haft sína vinnuhópa í PODIO en því fylgir kostnaður vegna aðgangsleyfa. Í umræðum kom fram að til eru sambærilegar hugbúnaðarlausnir frá öðrum framleiðendum og í fljótu bragði ekki ljóst hvort slík lausn myndi gagnast félagsstarfi innan Blindrafélagsins.
7. Ábyrgð og skyldur stjórnarmanna.
Formaður gerði grein fyrir minnisblaði sem lögmaður félagsins Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. LL.M. tók saman að beiðni formanns varðandi mögulega ábyrgð sem stjórnarmenn geta bakað sér með stjórnarathöfnum eða athafnaleysi.
Í umræðu um minnisblaðið kom fram að stjórnarmenn taka undir þau sjónarmið að óljós staða gagnvart persónulegri ábyrgð og tryggingum getur haft áhrif á vilja félagsmanna til að taka að sér ábyrgðarstörf fyrir hönd félagsins og eins og fram kemur í minnisblaðinu haft áhrif á afstöðu manna eða afstöðuleysi gagnvart einstökum málum.
Fram kom að félagsmenn þ.m.t. núverandi stjórnarmenn og stjórnarmenn framtíðar standa misjafnlega gagnvart persónulegum tryggingum og fjárhagslegri getu til að verja sig gagnvart bótakröfum. Fundarmenn voru sammála um að þessi óljósa staða sé félaginu ekki til hagsbóta og sé óviðunandi.
Formaður lagði til að stjórn feli framkvæmdastjóra að kanna mögulegar tryggingar sem tryggja félaginu og þeim sem gegna trúnaðarstörfum fyrir þess hönd skaðleysi vegna athafna og ákvarðana sem teknar eru í góðri trú og einnig gagnvart hugsanlegri bótaábyrgð og kröfu á starfsmenn sem félagið ber húsbóndaábyrgð á.
Formaður mun jafnframt boða lögmann félagsins á fund með stjórn til að skýra betur þessi mál.
8. Stefnumótun Blindrafélagsins og starfsdagur stjórnar.
Rætt var um stefnumótunarskýrslu félagsins sem send hafði verið fundarmönnum og fyrirhugaðan stefnumótunarfund stjórnar. Ákveðið að færa fyrirhugaðan vinnufund sem samkvæmt starfsáætlun stjórnar laugardaginn 30 september og hittast seinnipart dags/daga í vikunni á undan.
9. Önnur mál.
RR spurðist fyrir um upplýsingar hverjir sitja í stjórnum sjóða, deilda og nefnda innan félagsins. Upplýsingarnar eru á heimasíðu félagsins, að einhverju leiti þarf að yfirfæra þær og uppfæra.
Fundi slitið kl 19:00.
Fundargerð ritaði Sigþór Hallfreðsson.