Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, María Hauksdóttir (MH) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Fjarverandi: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri.
1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.
Formaður setti fundinn kl. 15:00 og bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.
Lýst eftir öðrum málum: RMH
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð 17. fundar, sem send hafði verið fundarmönnum fyrir fundinn var samþykkt.
3. Kynning á ársreikningum Blindrafélagsins.
Guðný Guðmundsdóttir löggiltur endurskoðandi frá KPMG var mætt á stjórnarfundinn ásamt Erlu Kristinsdóttur aðstoðarkonu sinni. Guðný fór yfir ársreikning félagsins og gerði grein fyrir helstu breytingum milli ára. Rekstrarafkoma (EBIDTA) fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld er jákvæð um 6,4 millj. kr. Að afskriftum og fjármagnskostnaði meðtöldum er afkoman neikvæð um 4,4 millj. kr. samanborið við 2,5 millj. kr. hagnað á seinasta ári. Handbært fé frá rekstri var um 10 millj. kr. samanborið við 19. millj. kr. árið 2015. Eigið fé og skuldir 31.12.2016 eru 873,6 millj. kr. samanborið við 872,5 millj. kr. 31.12.2015. aðspurð um ástæður hallareksturs ársins sagði Guðný að megin skýringin lægi viðbótarlaunakostnaði sem væri tilkominn vegna þess að frá janúar til júní hafi tveir viðbótar formenn verið á launum, að viðbættum kjörnum formanni.
Á næsta fundi er verður í hádeginu miðvikudaginn 12. apríl er stefnt að því að stjórn félagsins staðfesti og skrifi undir ársreikninginn.
4. Skýrslur
Í skýrslu formanns var fjallað um:
Félagsfundur.
NSK, NKK og NUK fundur í Finnlandi 20 – 22 mars.
Ráðstefna um algilda hönnun 24 mars.
Hádegisspjall 27 mars og 5 apríl.
Ellen Calmon í heimsókn 4 apríl.
Andleg vellíðan – fyrirlestraröð.
Leiðarlínur i anddyri Hamrahlíðar 17.
Biðskýli Strætó b.s. við Hamrahlíð 17.
Af norrænu samstarfi.
Af vettvangi ÖBÍ.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
Starfsmannamál.
Húsnæðismál.
Visal.
Fjáraflanir.
Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
Undirbúningur aðalfundar.
Almannarómur.
Styrktarumsókn til ÖBÍ.
5. Bréf og erindi.
Tilkynning um 2 nýja félagsmenn sem gengu í félagið í mars var send stjórnarmönnum
6. Aðalfundur Blindrafélagsins 2017.
SUH gerði það að tillögu sinni að aðalfundur félagsins yrði haldinn laugardaginn 6. maí 2017 kl 13:00. Var tillagan samþykkt samhljóða. SUH fór síðan yfir helstu dagsetningar og undirbúningsverkefni fyrir fundinn.
Var framkvæmdastjóra falið að boð aðalfundinn í nafni stjórnar.
SUH fór yfir reglur sem að settar voru um framkvæmd kosninga og utankjörfundarkosninga og lagði til að þær yrðu óbreyttar fyrir aðalfundinn. Var samþykkt samhljóða að þessar reglur yrðu gildar fyrir komandi aðalfund og að þær yrðu almennar reglur um framkvæmd kosninga í stjórn.
SUH gerði grein fyrir hugmyndum að lagabreytingum sem stjórn væri að vinna að.
7. Önnur mál.
MH: Spurði hvort að formaður sé í starfsmannafélaginu. SUH sagðist greiða félagsgjald til starfsmannafélagsins án þess að taka virkan þátt í starfi félagsins. MH sagði að sér fyndist óeðlilegt að formaður væri í starfsmannafélaginu.
LS: Gerði grein fyrir jákvæðum umbótum sem gerðar hafa verið i aðgengismálum á Leifsstöð.
RMH: Kynnti hugmynd um að efna til rithöfundarkynninga á vettvangi félagsins í tilefni að bókmenntahátíð nú í haust og jafnvel efna til samstarfs við HBS.
Fundi slitið kl 18:00
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.