Vorhappdrættið hafið

Hægt er að kaupa miða hér.

Mynd af vinningsmiðanum

 

Fullt af glæsilegum vinningum.

Corolla Hatchback Hybrid Active sjálfskipt, 5 dyra, 1,8l, að verðmæti kr. 4.790.000  
Corolla Touring Sports Hybrid Active sjálfskipt, 5 dyra 1,8l, að verðmæti kr. 4.570.000  
5 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr.1.000.000 
100 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000 
20 gistivinningar fyrir tvo í 7 nætur með morgunverð á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali, hver að verðmæti kr. 195.300 
60 gistivinningar fyrir tvo í  tvær nætur með morgunverð á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali, ásamt þriggja rétta kvöldverði annað kvöldið, hver að verðmæti kr. 84.400 
75 Samsung Galaxy S20+ snjallsímar,  hver að verðmæti kr. 189.900    
65 Samsung Galaxy TAB S6 WiFi spjaldtölvur, hver að verðmæti kr. 129.000 

Alls 332 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 75.957.500 kr.

Stuðningur til sjálfstæðis.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfsemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri til sjálfstæðis og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi. Nú frekar en nokkurn tíma fyrr er mikilvægt að Blindrafélagið geti haldið úti öflugri starfsemi.

Trúnaðarmenn Blindrafélagsins aldrei verið mikilvægari!

Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi hefur Blindrafélagið ákveðið að meira en tvöfalda afkastagetu trúnaðarmannakerfis félagsins.  


Trúnaðarmenn Blindrafélagsins hafa það hluverk að hringja reglulega í félagsmenn til að fylgjast með velferð þeirra og hvort þeir hafi þörf fyrir aðstoð. Stór hluti félagsmanna Blindrafélagsins er eldri borgarar sem eiga það á hættu að einangrast auk þess að vera í áhættuhóp fyrir Covid-19 veikinni. Það má því vera ljóst hversu brýnt það er að fylgjast vel með velferð þessara einstaklinga. Það hyggst Blindrafélagið gera með því að hringja í þá reglulega, veita þeim félagslegan jafningjastuðning og bjóða þeim aðstoð sem á þurfa að halda.  

Stuðningur þinn er mikilvægur.