Víðsjá 


Meðal efnis er umfjöllun um Marrakech-sáttmálann sem mun vonandi verða bylting í aðgengi upplýsinga fyrir blinda og sjónskerta, hvar sem þeir eru í heiminum. Með samþykkt þessa sáttmála eiga allir blindir og sjónskertir rétt á bókum og öðru unnu efni úr hvaða hljóðbókasafni sem er í heiminum.

Fjallað er um furðu- og draugasýn. Charles Bonnet einkennið hrjáir marga sem missa sjón. Það veldur sjóntruflunum og jafnvel ofsjónum. Þess vegna er það oft tengt við andleg veikindi þrátt fyrir að vera í raun eðlileg viðbrögð heilans við sjónmissi.

Þrátt fyrir ítrekuð loforð hefur lítið gerst í aðgengismálum í Háskóla Íslands. Blindir og sjónskertir nemendur urðu þreyttir á biðinni og ákváðu að leysa það sjálfir. Þau merktu leiðarlínur, tröppur og annað sem veldur hættu dagsdaglega og hlutu mikið lof fyrir frá öðrum nemendum.

Hér á pdf-sniði

Hér á word-sniði