Uppfærð stefnumótun og ný sóknaráætlun

Hin nýja stefnumótunar skýrsla er endurskoðun og uppfærsla á stefnumótunarskýrslu sem  stjórn Blindrafélagsins hóf vinnu við í upphafi árs 2009 og lauk við og gaf út þá um haustið.  Fjölmargir fundir voru haldnir og kom fjöldi félagsmanna að vinnunni, eins og sjá má í upphaflegu skýrslunni frá 2009.

Á árinu 2010 var farið yfir stefnumótunina og hún uppfærð lítillega, aðallega sóknaráætlunin.

Á vinnufundum stjórnar þann 17 september 2011 og 21 janúar 2012, var farið ítarlega yfir alla stefnumótunarskýrsluna. Í framhaldi var stefnumótnin uppfærð og ákveðið að gefa hana út aftur.

Farið var yfir alla stefnumótunina. Meginbreytingarnar frá stefnumótuninni 2009 liggur í sóknaráætluninni, það er nýjum starfsmarkmiðum og verkefnum, þó uppfærsla hafi einnig átt sér stað í öðrum þáttum stefnumótunarinnar.

Í stefnumótuninni frá 2009 voru um 60 skilgreind verkefni.  Við þessa uppfærslu liggur fyrir að það hefur tekist að afgreiða um 90% af þessum 60 verkefnum. Þessi skýrsla er því afrakstur stefnumótunarinnar frá 2009 og þeim árangri sem náðist í að vinna eftir henni á árinu 2010 og 2011. Á þessum tíma hafa ný verkefni bæst við sem jafnóðum hafa verið sett inn í sóknaráætlunina.

Sóknaráætlun stefnumótunarskýrslunnar verður til umfjölunar á félagsfundi Blindrafélagsins fimmtudaginn 22 mars kl 17:00. Fundurinn verður að Hamrahlíð 17.