Eins og kunnugt er þá hefur Blindrafélagið átt í deilum við Kópavogsbæ um ferðaþjónustuúrræði fyrir blinda Kópavogsbúa og hefur bæjarstjórn Kópavogs alfarið hafnað því að skoða hvernig staðið er að ferðaþjónustu blindra í Reykjavík.
Bókun Velferðarráð Reykjavíkur frá 3 febrúar er eftirfarandi:
"Velferðarráð hefur nú samþykkt að hefja samráð við notendur Ferðaþjónustu fatlaðra um þróun þjónustunnar í átt að betri þjónustu til samræmis við Ferðaþjónustu blindra sem jafnframt gæti haft verulega hagræðingu í för með sér. Það hefur lengi verið ósk hagsmunasamtaka fatlaðra að þróa Ferðaþjónustuna til samræmis við ferðaþjónustu blindra þar sem notendur panta leigubíl þegar þörf er á akstri. Ferðaþjónusta fatlaðra er sérhæfð og veitt að mestu af sérútbúnum bílum og þjónustuna þarf að panta með dags fyrirvara. Í nýjum gögnum um kostnað síðastliðins árs sem liggja nú fyrir velferðarráði kemur fram að niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar fyrir hverja ferð þegar tekið hefur verið tillit til greiðslu notenda er 45% dýrari í Ferðaþjónustu fatlaðra en í Ferðaþjónustu blindra. Hluti þessa mismunar skýrist á hærri notendagjöldum í
Ferðaþjónustu blindra. Ef íbúar Reykjavíkur sem eru fatlaðir og rétt eiga á Ferðaþjónustu geta og vilja frekar þjónustu, sem er þægilegri en þó dýrari fyrir þá, og þetta er hagstæðara fyrir Reykjavíkurborg þá verður að kanna í þaula möguleikana á
þessu."