Öryrkjabandalag Íslands 50 ára

Þann 6 maí 1961 var ÖBÍ stofnað.Stofnélögin voru sex:

  • Ás styrktarfélag (sem þá hét Styrktarfélag vangefinna),
  • Blindrafélagið
  • Blindravinafélag Íslands
  • SÍBS - Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga
  • Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra
  • Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra  (SLF)

Í tilefni afmælisins verður afmælisfagnaður á Hilton Reykjavik Nordica Hótel, þar sem verður meðal annars frumsýnd heimildarmyndin Eitt samfélag fyrir alla, Öryrkjabandalag Íslands í 50 ár.“ Rauður þráður myndarinnar er mannréttindabarátta.

Þetta er í fyrsta sinn sem gerð er heimildarmynd um ÖBÍ en höfundur myndarinnar Páll Kristinn Pálsson hefur unnið að gerð hennar undanfarið ár. Efniviðurinn kemur að megninu til frá sjónvarpi RÚV, Kvikmyndasafni Íslands, persónulegum myndasöfnum og miklum fjölda viðtala. Fjallað er um sögu bandalagsins í máli og myndum.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi sendir samtökunum, stjórnendum, starfsmönnum og aðildarfélögum heillaóskir í tilefni þessa merka áfanga.