Blindrafélagið telur mikilvægt að tryggja stöðugt framboð leiðsöguhunda fyrir blinda hér á landi, eins og raunin er í nágrannalöndum okkar, enda hafa þeir margsannað mikilvægi sitt. Dagatalið er sent heim til allra velunnara félagsins auk þess er hægt að fá dagatalið keypt hjá Blindrafélaginu.
Á Íslandi eru einungis starfandi fimm leiðsöguhundar fyrir blinda fyrir tilstuðlan Blindrafélagsins og er þörf fyrir mun fleiri. Þjálfun leiðsöguhunds fyrir blindan einstakling er mjög sérhæfð og tímafrek.
Hver leiðsöguhundur getur unnið á bilinu 8-10 ár og allan þann tíma, á hverjum einasta degi, bætir hundurinn lífsgæði notanda síns umtalsvert.
Dagatalið er með myndum af leiðsöguhundunum Oliver og Sebastian.
Sebastian er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er fæddur og þjálfaður að öllu leiti á Íslandi þar til hann tók til starfa á Patreksfirði sem fullgildur leiðsöguhundur.
Oliver er hinsvegar fæddur og þjálfaður í Svíþjóð. Hann hóf störf í Reykjavík á síðasta ári.
Hægt er að kaupa dagatalið í vefverslun Blindrafélagsins (www.blind.is) og í síma 525 0000. Dagatalið kostar 2.400 krónur.
Dagatölin fást einnig í verslunum A4.