Flugeldagleraugu geta komið í veg fyrir að viðkomandi skaðist á auga og ættu allir að nota þau sama hvort viðkomandi er að skjóta upp eða eingöngu að horfa á.
Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa undanfarin15 áramót gefið öllum 10 til 15 ára krökkum flugeldagleraugu. Í ár verður sama fyrirkomulag viðhaft enda árangurinn frábær þar sem augnslysum hjá þessum aldurshópi hefur fækkað mikið.
Nú senda félögin öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í samstarfi við Flugeldamarkaðar Björgunarsveitanna Íslandspóst, Sjóvá og Prentsmiðjuna Odda. Með stuðningi þessara fyrirtækja verður 25.920 börnum verið send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum og er það von okkar að þau verði til þess að ekkert þeirra slasist á augum um áramótin.
• alvarlegustu slysin verða þegar flugeldar eru teknir í sundur og púðrið notað í heimagerðar sprengjur
• algengustu slysin verða á höndum, andliti og augum
• notkun ullar- og skinnhanska dregur úr líkum á áverkum á höndum
• áverkar á andliti verða oftast þegar viðkomandi hallar sér yfir vöruna eftir að eldur hefur verið borinn að henni
• flest slysin verða vegna vankunnáttu eða óvarkárni
• notkun flugeldagleraugna hefur stórlega dregið úr augnskaða
Þessum gjafabréfum má framvísa á öllum sölustöðum Flugeldamarkaðar Björgunarsveitanna til að fá gleraugun afhent.