Námskeiðið verður haldið 13.- 16. nóvember kl. 17 til 20 í húsnæði Blindravinnustofunnar. Á námskeiðinu er hægt að kynnast ýmsum gerðum af handverki, sem hægt er að gera án þess að sjá, m.a. hundaleikföng og pönnu- og pottabursta, ýmsar stærðir af bastkörfum og eitthvað nýtt úr gömlum kaffipokum. Hægt er að gera fleiri en eitt verkefni en það fer fyrst og fremst eftir færni hvers og eins. Kennararnir sem koma eru frá Finnalandi en það eru þær Kaisa Penttia og Kaisu Hynninen Verðið er 5.000 kr. með efni og greiðist við skráningu. Takmarkað er hversu margir þátttakendur komast á hvert námskeið. Skráning er á skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000. Þátttakendur eru beðnir um að láta vita hverju þeir hafa áhuga á, af því sem er í boði.