Næsta hádegisspjall verður mánudaginn 27. mars og hefst klukkan 12:10. Að þessu sinni ætlum við að fræðast um jafningjastuðning í sjálfshjálparhópum. Þórunn Þórarinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum kemur í heimsókn og fræðir okkur um hvernig skipulag sjálfshjálparhópa er hjá Stígamótum, hvernig þeim er stýrt og tryggt að þeir virki. Til að eldhúsið geti gert nauðsynlegar ráðstafanir er ætlast til að þátttakendur tilkynni um komu sína.
Vinsamlegast látið vita af þátttöku í afgreiðslu Blindrafélagsins fyrir lokun skrifstofunnar föstudaginn 24. mars í síma 525 0000 eða í netfangið afgreidsla@blind.is