Hádegisspjall.

Þetta er nýtt fyrirkomulag sem við munum prófa fram á vorið og sjá hvernig til tekst.  Hugmyndin gengur út á að þátttakendur nýti hádegið til að hittast og spjalla og borða saman.  Miðað er við að þátttakendur mæti tímanlega og verði sestir inn í salinn þegar samtalið byrjar klukkan 12:10 og að því ljúki ekki seinna en klukkan 13:00.  Til að eldhúsið geti gert nauðsynlegar ráðstafanir er ætlast til að þátttakendur tilkynni um komu sína.

 

Fyrsta hádegisspjallið verður miðvikudaginn 8. mars í salnum að Hamrahlíð 17 og verður um sjálfstæði í gagnaöflun.

Ertu að leita að upplýsingum á netinu, þarftu að skima yfir tímaritsgreinar, vantar þig að nálgast gögn af bókasafni, ertu í vandræðum með að gera texta aðgengilegan.  Rósa María Hjörvar segir okkur frá hvaða aðferðum hún beitir í doktorsnámi sínu til að nálgast nauðsynlegar upplýsingar sem hún þarf á að halda við námið.  En Rósa er lögblind og reiðir sig á talgervil við alla upplýsingaöflun.  Þessar aðferðir geta nýst öllum, hvort sem er í leik eða starfi til að verða sjáfstæðir í sinni gagnaöflun og þurfa þá ekki lengur að reiða sig á aðra við það.

 

Vinsamlegast látið vita af þátttöku í afgreiðslu Blindrafélagsins fyrir lokun skrifstofunnar þriðjudaginn 7. mars í netfangið afgreidsla@blind.is eða í sima 525 0000.