Fyrirlesturinn er ætlaður fagfólki, svo sem augnlæknum, öðru heilbrigðisstarfsfólki,, foreldrum og öðrum áhugasömum um efnið.
Dr. Hyvärinen leggur áherslu á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og að sjónskerðing ungbarna sé uppgötvuð sem fyrst, einnig hjá börnum með viðbótarfatlanir.
Dr. Hyvärinen er þekkt um allan heim fyrir að þróa aðferðir til að mæla sjón hjá ungbörnum allt niður í 4 mánaða aldur og hefur yfir 40 ára reynslu á þessu sviði.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Staður: Blindrafélagið, salur, önnur hæð, Hamrahlíð 17
Tími: Fimmtudaginn 13. Október kl. 17:00
Allir velkomnir!