Þriðjudaginn 9. febrúar var haldinn fjölmennur félagsfundur hjá Blindrafélaginu þar sem kynnt var skýrsla sannleiksnefndar Blindrafélagsins. Eftir að nefndin hafði kynnt skýrsluna var opnað fyrir umræður og spurningar til nefndarinnar. Strax í upphafi Í umræðunnar var eftirfarandi tillaga lögð fram af Vilhjálmi H. Gíslasyni:
"Í ljósi þess að sannleiksnefnd Blindrafélagsins kemst að þeirri niðurstöðu að meirihluti stjórnar hafi farið offari með framgögnu sinni með vantraustsyfirlýsingu á hendur formanni og hafi ekki farið rétt að með orðum sínum og gerðum ef tilgangurinn var að vernda orðspor Blindrafélagsins og hag hins unga félagsmanns, hvetur fundurinn stjórn félagsins eindregið til þess að draga vantraustyfirlýsingu sína á Bergvin Oddsson til baka."
Þegar umræðum um tillöguna var lokið og atkvæðagreiðsla var að hefjast kom fram krafa um leynilega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að ekki hafði verið gert ráð fyrir leynilegum atkvæðagreiðslum á fundinum og þar sem nokkurn tíma tekur að útbúa kjörgögn og koma upp aðstöðu sem samræmast kröfum Blindrafélagsins um framkvæmd leynilegrar atkvæðagreiðslu, frestaði fundarstjóri, Kolbeinn Óttarsson Proppé, fundinum þar til kl 17:00 daginn eftir.
Þegar fundur hófst að nýju lagði stjórn Blindrafélagsins fram eftirfarandi tillögu:
"Við undirrtuðuð gerum það að tillögu okkar að tillögu Vilhjáms H. Gíslasonar, sem liggur fyrir fundinum, verði vísað frá. Við teljum að verði tillagan borin undir atkvæði muni það hafa í för með sér djúpstæðan klofning innan Blindrafélagsins. Við þá afgreiðslu mun verða frá okkur öllum tekin möguleikinn á yfirvegaðri skoðun a skýrslu Sannleiksnefndar, með það sem forgangsatriði að skapa frið innan félagsins okkar. Gefum öllum félagsmönnum og stjórn Blindrafélagsins rými til að leggja sjálfstætt mat á efni skýrslunnar og bragðst við tillögum og ábendingum Sannleiksnefndarinnar og vísum frá ótímabærri ályktutunartillögu Vilhjálms H. Gíslasonar.
Jafnframt kynnti stjórn félagsins eftirfarandi yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrr um daginn::
"Sannleiksnefndin sem félagsfundur Blindrafélagsins, haldinn 30. september síðastliðinn, samþykkti að skipa hefur lokið störfum. Fyrir liggur ítarleg úttekt á þeim atvikum og atburðarás sem leiddi til þess að formaður félagsins vék úr starfi sínu vegna ágreinings við meirihluta stjórnar. Jafnframt hefur sannleiksnefndin tekið afstöðu til ágreiningsefna og lagt mat á hvort framganga þeirra sem tókust á hafi verið með eðlilegum hætti.
Skýrsla sannleiksnefndarinnar er ítarleg og talar skýru máli um að með margvíslegum hætti hefðu báðir deiluaðilar mátt gera betur. Stjórn Blindrafélagsins þakkar sannleiksnefndinni fyrir starf sitt sem bæði var unnið hratt og örugglega. Stjórnin er staðráðin í að taka þá gagnrýni sem að henni er beint alvarlega og leita leiða til þess að styrkja innviði og regluverk Blindrafélagsins enn frekar með hagsmuni félagsmanna og áframhaldandi veldvild í íslensku samfélagi að leiðarljósi"
Eftir umræður, þar sem fjölmargir félagsmenn tóku til máls var gengið til atkvæða og var gerð krafa um leynilega atkvæðagreiðslu.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var eftirfarandi:
Samtals greiddd atkvæði: 56
Já sögðu: 43 eða 77%
Nei sögðu: 11 eða 20%
Auðir seðlar: 2 eða 3%.
Að þessum niðurstöðum fengnum lýti fundarstjóri því yfir að tillaga Vilhjálms, um að skora á stjórn Blindrafélagsins að draga til baka vantraustyfirlýsingu á Bergvin Oddsson, hafi verið vísað frá.