Félagsfundur Blindrafélagsins

Stjórn Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi boðar til félagsfundar fimmtudaginn 4 apríl kl 17:00 í fundarsalnum á annarri hæð í Félagsheimili Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.

Á dagskrá verður, auk fastra liða, kynning á Notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Kynningin verður í höndum Emblu Ágústsdóttur stjórnarformanns NPA miðstöðvarinnar ásamt því sem Halldór Sævar Guðbergsson mun fjalla um sína reynslu af .notendastýrði presónulegri aðstoð.

Einnig  verður kynning og umræður um þjónustu Strætó. Frá Strætó kemur Júlía Þorvaldsdóttir sviðsstjóri farþegaþjónustu Strætó auk þess sem Rósa María Hjörvar mun gera grein fyrir útekkt á hljóðleiðsögukerfi Strætó.