Félagsfundur 26. mars.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar miðvikudaginn 26. mars klukkan 16:30.

Fundurinn verður í sal Blindrafélagsins 2. hæð í Hamrahlíð 17. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn geta skráð sig á fjarfund. Fundinum verður einnig streymt í vefvarpinu.
 
Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Kynning fundargesta.
  3. Kjör starfsmanna fundarins.
  4. Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar.
  5. Kynning á leiðarlínuverkefni Isavia.
  6. Kynning á innra starfi félagsins.
  7. Önnur mál.


Á fundinn mæta Kristján Ingi Sigurðarson frá Isavia og umsjónarmenn fjölbreytts félagsstarfs á vegum Blindrafélagsins.
 
Mikilvægt er að skrá sig á fundinn hjá skrifstofu Blindrafélagsins, á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000. 

Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar.
 
Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Sigþór U. Hallfreðsson, formaður