Marjakaisa Matthíasson tók fyrir hönd Blindrafélagsins og UngBlind, ungmennadeild félagsins á móti styrk upp á 27.000 evrur frá Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn er veittur til verkefnisins Stefnumót kynslóðanna, en markmið verkefnisins er að virkja ungt fólk í starfi félagsins og koma skoðun þeirra og hugmyndum á framfæri innan félagsins sem og við stjórnvöld.
Hérna sést Marjakaisa taka á móti verkefnsstyrknum frá Ágústi Hirti Ingþórssyni, sviðstjóra mennta- og menningarsviðs Rannís.