Einn fyrir alla - allir fyrir einn

Orðsending frá Skyttunum þremur til Páls Magnússonar, útvarpsstjóra

Einn fyrir alla - allir fyrir einn.

 

Allt fullorðið fólk fylgist oftast með fréttunum á RÚV sem er Ríkissjónvarpið hér á landi, en þrátt fyrir athyglisvert efni þá er eitt atriði sem gleymist og það er að heyrnalausir eiga að geta fylgst með fréttunum eins og aðrir. Það hefur vakið athygli mína að það eru aðeins textar í fréttum ef það er verið að fjalla um heyrnarlausa. Þetta fer rækilega í taugarnar á mörgum heyrnarlausum sem finnst þetta mjög asnalegt. Ég vil benda á að í sáttmála Sameinuðu Þjóðanna er meðal annars minnst á að fatlaðir hafa jafn mikinn rétt og aðrir á að fá almennar upplýsingar.

Þessar upplýsingar er hægt að miðla með textum og táknmálstúlki, en heyrnarlausir eru ekkert að fara að panta táknmálstúlka hvert einasta kvöld bara til að horfa á fréttirnar. Því er ekkert nema sjálfsagt að fréttirnar á RÚV séu textaðar svo heyrnarlausir geti fylgst með gangi mála í samfélaginu.

Skytturnar þrjár skora á útvarpsstjórnina að texta allar fréttir.

 

Áslaug Ýr Hjartardóttir