Dagur hvíta stafsins er 15 október ár hvert. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefnum blindra og sjónskertra og þá sérstaklega öryggi blindra og sjónskertra vegfarenda, en öryggið endurspeglast í aðgengismálum. Því miður er það skilningur margra að bætt aðgengi fyrir fatlaða feli aðallega í sér rampa fyrir hjólastóla.
Í blaði sem Blindrafélagið og Þjónustu og þekkingarmiðstöðin fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga gaf út og dreift var með Fréttablaðinu á alþjóðlegum sjónverndardegi, þann 13 október, var vakin athygli á síversnandi ferilfræðilegu aðgengi blindra og sjónskerta vegfarenda í Reykjavík.
Umfjöllun blaðsins var eftirfarandi:
„Aðgengismál
Aðgengi blindra og sjónskertra vegfarenda hefur farið versnandi að undanförnu í Reykjavík að mati fulltrúa í aðgengisnefnd Blindrafélagsins og Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þær Lilja Sveinsdóttir og Vala Jóna Garðarsdóttir í aðgengisnefndinni röktu nokkur dæmi um hættur sem steðja að blindum og sjónskertum einstaklingum í umhverfinu. Einnig voru nokkur dæmi fengin að láni frá Arnþóri Helgasyni af bloggsíðu hans http://arnthorhelgason.blog.is/blog/arnthorhelgason/.
- Tröppur – ómerktar tröppur geta verið blindum og sjónskertum einstaklingum hættulegar því að þær renna saman við umhverfið.
- Svokallaðar sebrabrautir eru nánast horfnar af götum bæjarins. Gangbrautir eru oft ómerktar og götuljós eru sjaldnast með hljóðmerki.
- Víða í borginni finnst ekki lengur neinn munur á götum og gangstéttum og lenda því blindir vegfarendur iðulega úti á götu án þess að átta sig á því.
- Í þeim mannvirkjum, sem tekin hafa verið í notkun að undanförnu eru merkingar lélegar og heppilegar litasamsetningar og leiðarlínur af skornum skammti.
-
Víða eru margs konar stólpar og hindranir sem valda fólki meiðslum og margs kyns óþægindum.
Ómerkt gangbraut við Ráðhús Reykjavíkur.
„Sebrabraut“ við gatnamót í Hamraborg í Kópavogi.
Ómerktar tröppur og handrið við hús Tryggingastofnunar ríkisins.
Vel merktar tröppur og handrið við hús Blindrafélagsins.
Úrbætur
Í mörgum tilfellum má færa aðgengismál til betri vegar með einföldum lausnum
- Mála tröppur og handrið í skærum litum.
- Merkja glerbyggingar og -hurðir.
- Mála „sebrabrautir“ þar sem gangbrautir eru.
- Nota hljóðmerki í gangbrautarljós.
- Setja kanta við gatnamót þannig að blindir og sjónskertir einstaklingar átti sig á því að þeir séu að koma að götu.
- Nota litaandstæður í umhverfinu þannig að fólk átti sig betur á því:"
Athyglisvert er að myndirnar sýna slæm og beinlínis hættuleg aðgengi hjá stofnunum eins og Reykjavíkurborg og Tryggingarstofnun ríkisins.
Bætt aðgegni stuðlar að auknu öryggi og er öllum til hagsbóta. Blindrafélagið mun á næstunni gera auknar kröfur um öruggt aðgengi í umhverfi okkar.