Valdar greinar, 20. tölublað 43. árgangs 2018.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 2. nóvember 2018.
Heildartími: 2 klst. og 1 mínúta.
Flytjendur efnis auk ritstjóra, Karls og Dóru:
Sigþór U. Hallfreðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Margrét F. Sigurðardóttir, Jón Helgi Gíslason, Björg Julin og fleira fólk sem tók þátt í sundleikfimi 31. október sl.
Þá heyrist í nokkrum börnum og ungmennum frá degi hvíta stafsins 12. október 2013, þ. á. m. Margréti Jónsdóttur, Má Gunnarssyni, Söndru Dögg Guðmundsdóttur og fleirum ásamt Kristni Halldóri Einarssyni og Marjukaisu Matthiasson. Í lokin er endurflutt viðtal við Hauk Sigtryggsson félagsmann í Blindrafélaginu sem varð níræður 2. október.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf. í nóvember 2018.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Efnisyfirlit:
01a Kynning og efnisyfirlit
6.23 mín
01b Tilkynning um félagsfund í Blindrafélaginu 21. nóvember nk.
0.17 mín.
01c Lesin fundargerð síðasta félagsfundar frá 22. mars á þessu ári. Fundargerðin verður borin upp til samþykktar á félagsfundinum 21. nóvember.
13.30 mín.
01d Íbúð í Hamrahlíð 17 auglýst til leigu.
1.17 mín.
01e Prjónakaffi í Hamrahlíð 17 þriðjudaginn 20. nóvember.
0.29 mín.
01f Tilkynning um jólahlaðborð Blindrafélagsins 1. desember.
1.48 mín.
01g Hausthappdrætti Blindrafélagsins 2018.
0.47 mín.
01h Frétt af heimasíðu Blindrafélagsins um þrjá leiðsöguhunda sem eru komnir til landsins og verða afhentir innan skamms.
0.45 mín.
01i Næsta sunnudagsganga Blindrafélagsins verður farin 11. nóvember.
1.26 mín.
01j Auglýst hönnunarsamkeppni á vegum Blindrafélagsins um afmælismerki félagsins í tilefni 80 ára afmælis þess.
1.28 mín.
01h Frétt af heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands þar sem segir að Alþýðusamband Íslands hafi fallið frá starfsgetumati í stað örorkumats.
2.08 mín.
01l Auglýst ráðstefna um aðgengi að réttlæti.
1.05 mín.
01m Sagt frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Almannaróms. Frétt af heimasíðu Blindrafélagsins.
2.34 mín.
01n Leitað að sérfræðingum á meðal barna, en samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á að láta skoðanir sínar í ljós. Í þessari tilkynningu er sjónum einkum beint að fötluðum börnum.
1.22 mín.
Annað efni:
02 Hljóðritun frá móttöku í húsi Blindrafélagsins 19. október sl. En þá var Kristínu Gunnarsdóttur sjóntækjafræðingi veittur gulllampi Blindrafélagsins fyrir áratuga farsælt starf hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni, áður Sjónstöð Íslands.
5.55 mín.
03 Farið í sundleikfimitíma hjá Trimklúbbnum Eddu. 31. október var hópur fólks í Grensássundlauginni þar sem Trimklúbburinn fær aðstöðu einu sinni í viku, á miðvikudögum. Spjallað við Margréti F. Sigurðardóttur kennara og nokkra þátttakendur í sundleikfiminni.
9.09 mín.
04 Flutt hljóðritun frá degi hvíta stafsins 12. október 2013. Þá var haldið barna og ungmennaþing í Hamrahlíð 17. Þar fjölluðu blind og sjónskert börn og ungmenni um hvaða mál væri brýnust í málaflokknum. Nokkur börn segja frá niðurstöðuum hópa sinna.
6.23 mín.
Viðtal:
05 Gísli Helgason ræðir við Hauk Sigtryggsson félagsmann í Blindrafélaginu. Viðtalið er flutt í tilefni níræðisafmælis Hauks 2. október sl. en var fyrst flutt á Völdum greinum 15. apríl 2011.
Haukur segir frá lífshlaupi sínu á afar skemmtilegan og einlægan hátt, en hann hefur mátt reyna margt. Þá fer Haukur með ljóð eftir sig í lok viðtalsins en Haukur er skáld og hagyrðingur auk þess sem hann er hagur á marggt, þ. á. m. málar hann og tók fyrr á árum mikið af ljósmyndum.
1.03 mín.
06 Lokaorð ritstjóra.
0.32 mín.