Vetrarhappdrætti Blindrafélagsins 2024 er hafið!

Sala á miðum í Vetrarhappdrætti Blindrafélagsins er hafin.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfsemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir happdrætti félagsins, með sínum glæsilegu vinningum, veigamiklu hlutverki.

Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blindra og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Kaupa happdrættismiða á heimasíðu félagsins.

Bakhjörlum félagsins og þau sem hafa áður styrkt gætu hafa verið sendar valkröfur í heimabanka. Þau sem hafa ekki fengið kröfur en vilja kaupa happdrættismiða er bent á vefverslun eða að hringja í síma 525 0000. Miðaverð er 3.900 kr.


Þau sem kjósa að styrkja Blindrafélagið með miðakaupum, eiga möguleika á að vinna einhvern eftirtalinna vinninga:

  • Toyota Yaris Active að verðmæti kr. 4.890.000
  • 10 gjafabréf frá Erninum, hvert að vermæti kr. 500.000
  • 25 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000
  • 50 gistivinningar fyrir tvo í 7 nætur með morgunverð á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali, hver að verðmæti kr. 202.300
  • 35 Samsung Galaxy S24, 128 gb, hver að verðmæti kr. 159.900
  • 30 Samsung Galaxy Tap A9 LTE 4 64 GB spjaldtölva, hver að verðmæti kr. 49.990
  • 15 gjafakort frá Smáralind, hvert að verðmæti kr. 100.000
  • 30 gjafakort frá Bónus, hvert að verðmæti kr. 100.000

 

Alls 196 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 39.101.200

Útgefnir miðar eru 60.000.

Dregið verður í happdrættinu 11. nóvember 2024.

Stuðningur þinn er mikilvægur!

Ljósmynd af Vetrar Happdrættismiði Blindrafélagsins, á honum kemur fram sami texti og stendur í þessari færslu. Taldir eru upp vinningar og fleiri upplýsingar hvað happdrættið varðar.

Með þátttöku í happdrætti Blindrafélagsins ert þú að aðstoða okkur að bæta hag blindra og sjónskertra á Íslandi. Blindrafélagið berst fyrir betra aðgengi, þjónustu og hagsmunum fyrir sína félagsmenn.

Sem dæmi um nokkur verkefni sem þú ert að aðstoða okkur við með að versla happdrættismiða má nefna sjóðina

Stuðningur til sjálfstæðiog Blind börn á Íslandi

 

Styrktarvinir hjálpa okkur líka við verkefni líkt og Leiðsöguhundaverkefnið og Verkefnið Þjónustuna undir eitt þak.

 

Í 85 ár hefur Blindrafélagið, með öflugum stuðningi íslensks almennings, barist af alefli fyrir réttindum blindra og sjónskertra einstaklinga og í dag er félagið í fararbroddi í jafnréttisbaráttu fatlaðra á Íslandi.