Dagskrá Sjónverndarviku Blindrafélagsins

Blindrafélagið heldur úti öflugri dagskrá í Sjónverndarviku félagsins, en hún rammast inn af Alþjóðlega Sjónverndardeginum sem er 10. október og Degi Hvíta Stafsins, 15. október.

 

Viðburðir á dagskránni eru m.a.:

  • 11. október: Sjónlýsing á knattspyrnuleik Íslands og Wales í Þjóðardeildinni á Laugardalsvelli klukkan 18:45.
  • Blindrafélagið afhendir einnig Samfélagslampann til KSÍ fyrir frumkvæði þeirra í aðgengismálum. Hægt er að næla sér í miða í síma 525 0000 eða með því að senda póst á blind@blind.is 

  • 11.-13. október: Færnibúðir í Reykjadal fyrir blind og sjónskert börn í samstarfi við ýmis samtök og stofnanir. Þátttakendur eru 25 ungmenni á aldrinum 10-25 ára.

  • 14. október: Sjónlýsing á knattspyrnuleik Íslands og Tyrklands í Þjóðardeildinni á Laugardalsvelli klukkan 18:45. Hægt er að næla sér í miða í síma 525 0000 eða með því að senda póst á blind@blind.is

  • 15. október: Sjónlýsing á frumsýningu heimildarmyndarinnar „Acting Normal with CVI“ í Bíó Paradís klukkan 17:00. Miðar eru í boði ókeypis í eftirfarandi hlekk inn á tix.is.

  • Bíó Paradís fær Samfélagslampann fyrir frumkvöðlastarf í aðgengismálum.

  • 17. október: Sjónlýsing fyrir blind og sjónskert börn á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 klukkan 15:00. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn í eftirfarandi hlekk Sjónlýsing fyrir blind og sjónskert börn | Facebook


Hægt er að lesa betur um Samfélagslampann í eftirfarandi hlekk Viðurkenningar | Blindrafélagið