Í Morgunblaðinu í dag ,1. bóvember, er greint frá því að ungbarnavöggurnar sem Blindravinnustofan hefur framleitt um áratugaskeið og fjöldamörg íslensk börn hafa sofið í fyrstu vikurnar, hafi verið teknar úr sölu. tímabundið á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Vöggurnar voru teknar úr sölu síðasliði sumar. Úrbæturnar felast í að gera vöggurnar stöðugri og setja undir þær hjól sem hægt er að læsa. og er sú vinna í gangi. Þegar vinnunni er lokið munu vöggurnar fara aftur í sölu og öllum sem eiga ungbarnavöggur frá Blindravinnustofunni verður gefin kostur á uppfærslu. Tilkynning þar um mun birtast á heimasíðu Blindrafélagsins.