Stjórn Fjólu boðar til félagsfundar mánudaginn 14. október klukkan 16.30. Fundurinn verður í sal Blindrafélagsins á 2. hæð í Hamrahlíð 17.
Hægt verður að fá túlkun í boði Fjólu. Þau sem vilja nýta sér túlkþjónustu eru beðin um að hafa samband við Samskiptamiðstöðina.
Dagskrá:
Setning fundar.
Kynning fundargesta.
Kosning starfsmanna fundarins.
Efni fundarins: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir og Magnús Sverrisson munu kynna Jenile vörulínuna sem nýtir titring og ljós auk hljóðs.
Þetta er franskt hugvit sem er þróað af heyrnarskertum til að auka aðgengi að tækjum sem nýta hljóð til að vekja athygli s.s. dyrabjöllur, vekjaraklukkur og reykskynjarar sem geta bjargað manslífum með réttu aðgengi.
Eftir kynninguna verður boðið uppá kaffiveitingar.
Létt spjall þar sem við viljum heyra ykkar raddir um óskir og væntingar til Fjólu, hugmyndir að efni á félagsfundum og áherslur í baráttumálum.
Til að hægt sé að áætla veitingar er fólk beðið um að skrá sig á fundinn hjá skrifstofu Blindrafélagsins á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000 í síðasta lagi fyrir fimmtudaginn 10. október.
Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér Jenile vörurnar í meðfylgjandi textuðu myndbandi.
https://www.facebook.com/share/v/NZ5aeNSSjz9S8JgN/?mibextid=UalRPS
Fyrir hönd Fjólu.
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, formaður.