Borgarsögusafn býður upp á sjónlýsingu á Sjóminjasafninu í Reykjavík, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13:30.
Í sjónlýsingunni verður fjallað um valda hluti á grunnsýningunni Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár. Sérfræðingar Borgarsögusafns sjá um sjónlýsinguna en hópur starfsfólks safnsins hefur sótt námskeið og hlotið vottun sem sjónlýsendur hjá Audio Description Associates.
Sjónlýsingin er ókeypis og blint og sjónskert fólk er boðið sérstaklega velkomið.
Aðgengi: Safnið er á tveimur hæðum og aðgengi er gott, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða.
Hjálparhundar eru velkomnir. Nánari upplýsingar um aðgengi: https://borgarsogusafn.is/adgengi
Athugið að boðið er upp á ferðir á viðburðinn frá Hamrahlíð 17 og til baka. Þeir sem vilja nýta sér þessar ferðir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða á netfangið afgreidsla@blind.is.
Nánari upplýsingar má nálgast hér.