Opið hús: Ferð á Sjóminjasafnið.

Blindrafélagið hefur Opið hús alla þriðjudaga og fimmtudaga í sal félagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Allir félagar eru hjartanlega velkomnir í opið hús, og sjálfsagt að taka með sér vin eða vandamenn. Opnu húsin hefjast kl. 13:00.

Fimmtudaginn 20. febrúar fer Opið hús í ferð á Sjóminjasafnið. Boðið verður upp á ferðir frá Hamrahlíð 17 og til baka eftir viðburðinn. Þeir sem vilja nýta sér ferðirnar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í síma 525 0000, eða á netfangið afgreidsla@blind.is. Farið verður af stað frá Hamrahlíð 17 klukkan 13:00, en viðburðurinn hefst á safninu klukkan 13:30. Þeir sem vilja geta mætt beint á Sjóminjasafnið, Grandagarður 8, 101 Reykjavík. Nánar upplýsingar um viðburðinn er að finna í auglýsingunni fyrir hann í fréttabréfinu, í Vefvarpinu og á viðburðardagatalinu á heimasíðu félagsins. Hvetjum alla til að mæta og koma með.