Þriðjudaginn 1. apríl verður Unnar Þór Reynisson umsjónarmaður. Hann fær til sín Dagrúnu Ósk Þjóðfræðing. Hún mun tala um þjóðsagnir sem geta sagt okkur ýmislegt um þau samfélög sem þær tilheyra, þær endurspegla að einhverju leiti þann hugmyndaheim sem þær spretta úr. Í erindinu segir Dagrún frá birtingarmyndum kvenna í íslenskum þjóðsögum frá 19. og 20. öld. Sagt verður frá smalastúlkum sem hætta sér út í óbyggðir, konum sem afneita móðurhlutverkinu og tröllskessum sem ræna bændum til að hafa sem elskhuga.