Molar og Kaffi

Blindrafélagið býður sjónskertu og blindu fólki að koma í kaffispjall á þriðjudögum og fimmtudögum á milli 10:00 og 11:30. Samveran verður í Hamrahlíð 17 á 2. hæð.

Engin formleg dagskrá er í Molum og kaffi, tilgangur samverunnar er fyrst og fremst að hitta aðra í svipaðri stöðu, deila reynslu og spjalla.