Leiðsöguhunda hittingur

Mánudaginn 24. febrúar fer fram hittingur leiðsöguhunda deildarinnar klukkan 16:30 Í salnum á annarri hæð. Til okkar kemur Guðrún Svava Viðarsdóttir sem er verkefnastjóri hjá rauða krossinum og sér um vina verkefnin. Við Guðrún erum búin að vera að vinna saman að hugmynd þar sem leiðsöguhunda notendur tengjast einstaklingum með hunda og gefst kostur á að fara eitthvað út fyrir bæinn á svæði þar sem hægt er að leyfa hundunum að vera lausir. Allir hundarnir sem rauði krossinn er að vinna með hafa farið í gegnum próf til að staðfesta að þeir hafi lunda-far sem hentar í verkefni á vegum rauða krossins og sömu leiðis hafa eigendur þeirra setið sambærileg námskeið fyrir tvífætlinga. Guðrún mun segja aðeins frá vinaverkefninu í heild sinni og ég mun segja frá upplifun okkar Gaurs af því að hafa verið tilraunadýr síðan síðasta haust. Farið verður yfir kosti þess að nýta sér þetta samstarf og mögulega ókosti svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun fyrir sig og sinn hund.

Kveðja.
Keli og Gaur.