Fundargerð stjórnar nr. 13 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður.  Forföll: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri.

Fjarverandi; Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri.

1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum: RR og HS.

2. Afgreiðsla fundargerðar síðasta fundar.

Frestað.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var gerð grein fyrir eftirfarandi málum:

  • RIWC 2018 í Nýja Sjálandi.
  • Styrkur frá Velferðarráðuneytinu til starfsemi félagsins.
  • Punktaletur.
  • Málþing Liona. Er sykursýki faraldur 21. aldarinnar.
  • Úthlutun úr Margrétarsjóði 21. febrúar.
  • Hádegisspjall fimmtudaginn 1. mars.
  • Viðhorfskannanir Blindrafélagsins.
  • NSK/NKK fundur á Glym 10 til 12 apríl.
  • Af norrænu samstarfi RP deildanna og norræna kvennaráðstefnan.
  • Nýr málefnahópur ÖBÍ um málefni barna.
  • Stefnuþing og aðalfundur ÖBÍ 2018.

Bréf og erindi:

  • Bréf frá Svavari Guðmundssyni.  Bréfritari afþakkar aðstoð Blindrafélagsins við að kæra til úrskurðarnefndar Velferðarráðuneytisins synjun Miðstöðvarinnar (ÞÞM) á umsókn um úthlutun á hjálpartækinu eSight.  Rætt var um ferlið í kringum eSight búnaðinn, upplýst um aðkomu félagsins og hver staðan er núna.  Ljóst er að ferlið við að meta nýja tækni og/eða meðferðarúrræði þarf að vera skjótvirkara og markvissara þannig að ekki komi til óþarfa tafir.
  • Bréf frá EBU um algeng hugtök (Glossary) sem samtökin vinna með.
  • Erindi frá Íþróttasambandi fatlaðra varðandi sumarbúðir.  Samþykkt að veita Íþrótta sambandi fatlaðra styrk úr Verkefnasjóði til rekstur sumarbúða kr. 175.000-.

3. Inntaka nýrra félaga.

Umsóknir um félagsaðild frá desember og janúar samþykktar með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

4. Afmælisárið 2019.

Ræddar ýmsar hugmyndir og frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

5. Fulltrúar félagsins á fundum og ráðstefnum framundan.

Samþykkt að fulltrúar Blindrafélagsins á næsta NSK og NKK fundi sem haldinn verður á GLYM í Hvalfirði 10. til 12. apríl næstkomandi verði:
  NSK: Sigþór Hallfreðsson formaður, Marjakaisa Matthiasson alþjóðafulltrúi.
  NKK: Rósa Ragnarsdóttir formaður jafnréttisnefndar og Lilja Sveinsdóttir varaform. félagsins.

Rætt um þátttakendur á NKK ráðstefnunni í október og farið yfir hvaða viðmið voru höfð til hliðsjónar fyrir síðasta þing.  Ákveðið að LS og RR formaður jafnréttisnefndar gerir tillögu að þátttakendum fyrir næsta stjórnarfund.

Samþykkt að tilnefna eftirfarandi fulltrúa á stefnuþing ÖBÍ sem haldið verður 20. til 21. apríl: SUH, LS, HS, RÓG og auk þeirra starfandi fulltrúar félagsins í málefnahópum ÖBI.  Formanni var falið að ganga úr skugga um að allir tilnefndir fulltrúar eigi heimangengt og tilnefna varamenn fyrir næsta stjórnarfund.  Fyrir liggur að félagsmennirnir Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ og Rósa María Hjörvar formaður málefnahóps um kjaramál verða einnig fulltrúar á þinginu.

6. Félagsfundur.

Samþykkt að auglýsa félagsfund fimmtudaginn 22 mars, klukkan 17:00 í Hamrahlið 17.  Megin þemað verður kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar Gallup fyrir Blindrafélagið.

7. Önnur mál.

RR sagði frá fyrirlestri um fjármálalæsi sem haldið var á vegum jafnréttisnefndar.  Fyrirlesturinn var mjög vel heppnaður og fróðlegur og líklegt að það verði framhald á.  Fyrirlesturinn var hljóðritaður og verður birtur í næsta tölublaði af Völdum greinum.

HS, sagði frá fyrirhugaðri heimsókn opins húss til Vesturlandsdeildar á Akranesi þann 20. mars.  Ferðin verður í samstarfi við Akraneskaupstað og félag eldri borgara á Akranesi.

HS sagði frá áætlun UngBlind um sumarbúðir fyrir 15 til 20 ára félagsmenn og umsókn um verkefnisstyrk úr ERASMUS áætlun Evrópubandalagsins.

Fundi slitið kl. 18:30.

Fundargerð ritaði Sigþór U. Hallfreðsson.