Fundargerð aðalfundar 15. maí, 2021.
Aðalfundur Blindrafélagsins 15. maí 2021.
1 Fundarsetning
Formaður Blindrafélagsins, Sigþór U. Hallfreðsson, setti fundinn og nefndi hversu stutt var milli aðalfunda vegna þess hve oft fundinum var frestað árið 2020. Fundurinn er rafrænn vegna þess að erfitt er að spá fyrir um stöðu faraldsins í samfélaginu nokkrar vikur fram í tímann.
2 Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður félagsins lagði til að Jón Þór Víglundsson yrði fundarstjóri og Friðrik Steinn Friðriksson fundarritari. Var það samþykkt.
3 Kynning fundarmanna
Fundarstjóri las upp nöfnin á viðstöddum. Á fundinum sátu 16 félagsmenn og 4 starfsmenn.
4 Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar
Fundargerð var samþykkt einróma.
5 Inntaka nýrra félaga
Marjakaisa Matthíasson kynnti félagsmenn sem gengu í Blindrafélagið á starfsárinu og var félagsaðild þeirra að því loknu staðfest samróma.
6 Látinna félaga minnst
Marjakaisa Matthíasson minntist þeirra félagsmanna sem féllu frá á starfsárinu.
7 Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu ári
Formaður félagsins þakkaði stjórnarmönnum fyrir samstarfið á liðnu ári og sagði frá helstu verkefnum stjórnar. Hann tók fram að starfsárið var sérstakt, rétt um sjö mánuðir og hafi allir stjórnarfundir verið rafrænir. Félagsstarfið var að einhvrju leyti aðlagað að nýjum tímum og hafa fjarfundir og fjarviðburðir gengið vel. Opna húsinu var streymt á Vefvarpinu og jólahlaðborð og þorrablót voru haldin rafrænt.
Þarfagreining og hönnunarvinna fyrir nýja hæð á Hamrahlíð 17 er hafin. Hún mun vera um 500 fm og er hugsuð fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðina. Framkvæmdir munu vonandi hefjast á næsta ári.
Samningur vegna ferðaþjónustu náðist við Mosfellsbæ og er þá allt höfuðborgarsvæðið fyrir utan Garðabæ komið í þjónustu við félagið. 677 einstaklingar nýta sér ferðaþjónustuna.
Umræður um skýrslu stjórnar
Halldór Sævar spurði um kostnað vegna stækkunar Hamrahlíðar 17.
Skv. Kristni Halldór Einarssyni séu bráðbirgðatölur um 180 milljónir. 300 000 kr. á fm. En allt hönnunarferli er í gangi.
Gísli Helgason vill minnast á þann draum að hægt verði að hýsa Hljóðbókasafnið í Hamrahlíð 17. Hann nefnir einnig fjölmiðlun og óskar eftir að Hljóðbrot komi reglulega og fá félagsmann sem ritstjóra.
Sigþór bendi á að hægt sé að nálgast Hljóðbrotið sem hlaðvarp núna.
Eyþór Kamban Þrastarson áréttaði að Hljóðbrotið komi út mánaðarlega.
8 Kynning og afgreiðsla ársreikninga félagsins og sjóða sem eru í eigu félagsins.
Hjördís Ólafsdóttir endurskoðandi frá KPMG fór yfir ársreikninga. Þeir vou samþykktir rafrænt í ár. Heildartekjur félagsins voru 251 milljón fyrir árið 2020 í samanburði við 245 milljónir árið áður. Fjáraflanir voru að skila meira en árið áður: 146 m. miðað við 133 m. árið áður. Rekstrargjöld eru 239 milljónir miðað við 235 milljónir árið áður.
Rekstrarafkoma var 1.8 milljónir.
Það urðu engar umræður um ársreikninga. Þeir voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
9 Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn
Eftirtaldir gáfu kost á sér:
Guðmundur Rafn Bjarnason.
Halldór Sævar Guðbergsson.
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen.
Rósa Ragnarsdóttir.
Kosningar fóru þannig að Guðmundur Rafn Bjarnason hlaut 17 atkvæði, Kaisu Kukka-Maaria Hynninen 16 atkvæði, Halldór Sævar Guðbergsson 15 atkvæði og
Rósa Ragnarsdóttir 11 atkvæði. Alls kusu 27. Guðmundur Rafn og Kaisu taka því sæti í stjórn sem aðalmenn og Halldór og Rósa sem varamenn.
10 Lagabreytingar
Gerð er breytingartillaga á lögum félagsins, kafla 7, 19.gr.
Greinin hljómar svona í núgildandi lögum:
„Framkvæmdastjóri leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir stjórn félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Skulu reikningar síðan liggja frammi á skrifstofu félagsins, með venjulegu letri, punktaletri og á hljóðformi eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.“
Greinin eftir breytingu yrði svohljóðandi:
„Framkvæmdastjóri leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir stjórn félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Reikningar skulu vera aðgengilegir á stafrænu formi á miðlum félagsins.“
Greinargerð:
Undanfarin ár hefur skrifstofan látið prenta tugi eintaka af reikningum og ársskýrslum og enda nær allar í ruslinu. Það hefur því verið mikil pappírssóun. Byrjað var á því að prenta ársskýrslur félagsins á pappír eftir pöntunum frá félagsmönnum og er æskilegt að gera slíkt hið sama með ársreikningana. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þessi tillaga er lögð fram. Reikningar félagsins eru orðnir ansi stórir og uppsetning á þeim í punktaletri er orðin mikil og flókin handavinna. Undanfarin ár hefur lítið sem ekkert verið óskað eftir þessum reikningum á punktaletri á skrifstofu félagsins og félagsmenn frekar kosið á fá reikningana á hljóðformi á geisladisk, á prentuðu letri eða sem PDF. Skrifstofan mun ávallt koma til móts við félagsmenn hafi þeir einhverjar óskir um afgreiðslu reikninga til sín á öðru sniði. Ef óskað er eftir reikningnum á punktaletri er hægt að verða við þeirri ósk, en óþarfi er að hafa það í lögum félagsins ef enginn félagsmaður óskar eftir þeim.
Baldur Snær Sigurðsson og Sigþór U. Hallfreðsson voru flutningsmenn tillögunar. Frá Gísla Helgasyni barst breytingartillaga um nýja málsgrein um að reikningar skulu settir þannig upp að auðvelt verði að setja þá upp á punktaletri eða svartletri, auk þess verði þeir lesnir upp eins og er með ársskýrslu félagsins.
Sigþór telur að breytingartillagan sé of flókin. Hann skilgreinir að stafrænt form innihaldi líka hljóðform. Hann leggur áherslu á að félagsmenn geti eftir sem áður óskað eftir reikningum á þeim miðli sem þeim hentar. Honum finnst breytingartillagan flækja hlutina frekar en hitt.
Kristinn Halldór Einarsson tekur fram að uppsetning á ársreikningum sé bundið í lög. Tillagan frá Gísla felur í sér að það séu tvær uppsetningar á reikningunum, ein fyrir punktaletri.
Halldór Sævar telur að efnið verði að vera til viku fyrir aðalfund og finnst honum fyrsta breytingartillagan vera skýr.
Gísli dró tillöguna sína til baka en óttast að punktaletrið hverfi. Hann óskaði einnig eftir að reikningarnir séu tilbúnir viku fyrir aðalfund.
Kristinn segir að það eigi bara að bæta inn viku fyrirvaranum.
Sigþór lagði til að viku fyrirvaranum sé bætt inn í breytingartillöguna og hljómur hún svona:
„Framkvæmdastjóri leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir stjórn félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Reikningar skulu vera aðgengilegir á stafrænu formi á völdum miðlum félagsins eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund.“
Eingöngu var kosið um þessa lagabreytingu og tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
11 Árstillag félagsmanna og gjalddagi þess.
Stjórnin lagði til að árstillag verði 5000 kr. með gjalddaga í febrúar.
Halldór Sævar taldi þetta vera mikil hækkun. Blindrafélagið er félagasamtök fatlaðs fólks og í öðrum samsvarandi félögum er ekkert félagsgjald eða það er 2000 til 3000 krónur. Honum finnst vanta rökstuðning fyrir hækkunina og hann hvetur stjórn til að draga tillöguna til baka. Baldur Snær Sigurðsson nenfir að félagsgjaldið var síðast hækkað árið 2018 úr 3500 í 4000 krónur.
Eyþór Kamban tók fram að þetta sé ekki hitamál meðal stjórnarmann sem lögðu þessa tillögu fram og Sigþór bætti við að þetta sé ekki heldur stór hluti fjáraflana félagsins. Stjórnin lagði fram nýja tillögu að árstillag verði áfram 4000 kr. með gjalddaga í febrúar. Hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
13. Kosning í kjörnefnd
Stjórn félagsins lagði til óbreytta kjörnefnd: Bessa Gíslason, Brynju Arthúrsdóttur, Sigtrygg R. Eyþórsson og Hörpu Völundardóttur sem varamann. Tillaga stjórnar var samþykkt án atkvæðagreiðslu.
13 Aðalfundur ákveður laun stjórnarmanna
Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um 9000 kr. fyrir hvern fund. Sigþór sagði að þetta sé um helming af því sem ÖBÍ greiðir sínum stjórnarmönnum.
Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
14 Önnur mál
Baldur Snær Sigurðsson vildi nefna þátttöku þeirra sem hlustuðu á fundinn í vefvarpinu. Það voru sjö hlustendur. Hann þakkaði þeim fyrir.
15 Fundarslit
Sigþór lauk fundinum með því að þakka stjórnarmönnum fyrir árið. Hann óskað nýkjörnum stjórnarmönnum til hamingju og þakkaði starfsfólki skrifstofu og Blindravinnustofu fyrir góð störf.
Fundina ritaði Friðrik Steinn Friðriksson