Aldursbundin hrörnun í augnbotnum, eða AMD (age related macular degeneration), er algengasta orsök sjónskerðingar í hinum vestræna heimi. Samkvæmt tölum frá Miðstöðinni veldur AMD um 56% tilfella sjónskerðingar á Íslandi. Algengni sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri og er hann talinn tengjast bæði erfðum og umhverfisþáttum.
Retina International fer fyrir stórum hópi samtaka sem öll eiga það sameiginlegt að vinna gegn blindu og að því að auka upplýsingar og fræðslu um sjúkdóma á borð við AMD. Þessi hópur kynnir nú til sögunar verkfæri sem geta aukið skilning og þekkingu á þessum útbreidda sjúkdóm.
Hægt er að skoða verkfærin sem eiga að nýtast bæði í lækninga og endurhæfingarskyni fyrir utan almenna fræðslu á þessari síðu: http://retina-amd.org/