Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er annars vegar að styrkja ungt, blint eða sjónskert fólk til mennta, og hins vegar menntun eða vísindastarf í þágu blindra og blinduvarna. Heimilt er að úthluta árlega úr sjóðnum allt að 2 milljónum króna.
Umsóknir sendist rafrænt til Ingu Lísar Hauksdóttur á netfangið ingaliso@landspitali.is sem einnig veitir nánari upplýsingar, eða á pappír til:
Lísa Hauksdóttir
Augndeild LSH,
Eiríksgötu 37, 3.h.
101 Reykjavík.
Umsóknin skal í stuttu máli gera grein fyrir þeirri skólagöngu, menntun eða verkefni sem sótt er um, ásamt upplýsingum um umsækjanda, náms- og starfsferil og sjónskerðingu, ef við á.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 31. maí 2019.