Stuðningur til sjálfstæðis, styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins auglýsir eftir styrkumsóknum.

Stuðningur til sjálfstæðis, styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins auglýsir eftir styrkumsóknum. Veittir eru styrkir í 4 styrkjaflokkum, A, B, C og D:


A: Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.

B: Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.

C: Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.

D: Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

Umsóknarfrestur rennur út 31. mars.

Umsóknum skal skila rafrænt á sérstöku eyðublaði sem má nálgast á tengli hér fyrir neðan.

Skipulagsskrá            Úthlutunarreglur                   Umsóknareyðublað