Stuðningur til sjálfstæðis - styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi tekur á móti umsóknum fram til 1. október vegna styrkja fyrir seinni hluta 2023.
Veittir eru styrkir í 4 styrkjaflokkum, A, B, C og D:
A) Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.
B) Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.
C) Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.
D) Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.
Lestu nánar um skipulagsskrá, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar um sjóðinn.
Smelltu hér til að fylla út styrkumsókn.