Námskeið í hreyfimyndagerð

fyrir blind, sjónskert og sjáandi börn og ungmenni

Frá Póllandi kemur kvikmyndaleikstjórinn og kennarinn Aniela Lubieniecka en hún hefur sérhæft sig í að kenna blindum og sjónskertum börnum hreyfimyndagerð. Ennfremur munu myndlistarmennirnir Elsa D. Gísladóttir og Margrét M. Norðdahl kenna á námskeiðinu en þær hafa báðar mikla reynslu sem myndlistarkennarar. Kennslan fer fram í húsnæði Myndlistaskólans, JL-húsinu, Hringbraut 121 kl. 17-18:30 alla dagana. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 Afrakstur námskeiðsins verður sýndur í Bíó Paradís laugardaginn 6. desember kl. 12:00. Sjónlýsing verður með myndinni.

Skrá þarf þátttöku barna í síðasta lagi 4. 11. nk. í netfang: kaisa@blind.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala barns, nafn og símanúmer foreldris og upplýsingar um  sjónskerðingu barns.