Jólakortin og merkispjöldin eru í ár með myndinni „Með hvítan staf í hendi” eftir myndlistar og félagsmanninn Guðvarð B. Birgisson eða Bibba eins og hann er oftast kallaður. Myndin er af jólasveini sem er að koma til byggða með hjálp Hvíta stafsins.
Jólakortin eru seld átta saman í pakka ásamt umslögum á 1.800 kr. Einnig er hægt að kaupa merkispjöldi með sömu mynd. Þau eru líka átta saman í pakka og eru seld á 600 kr.
Hægt er að kaupa kortin hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, sími 525 0000, í vefverslun okkar á www.blind.is eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is.
Benjamín Náttmörður Árnason gerði fyrir okkur.lag þar sem textinn við lagið Jólasveinar ganga um gólf er aðeins aðlagaður að hvítum staf.