Heimsókn frá Kína


Á mynd: Ingólfur, Vinsent, Chao, Halldór Sævar og Sigurður Ármann

Blindravinnustofan fékk góða heimsókn frá Kína daganna 6. og 7. október síðastliðinn.  Heimsóknin er fyrir tilstuðlan Vilhjálms H. Gíslasonar, félaga í Blindrafélaginu, en hann hefur undanfarin ár kennt Chao íslensku. Nú er komið á viðskiptasamband milli kínverska fyrirtækisins og Blindravinnustofunnar. Fyrstu vörurnar eru þegar komnar í sölu og von er á fleiri vörum á næstu misserum.  Blindravinnustofan á í harðri samkeppni við fyrirtæki á neytendavörumarkaði og með tilkomu fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína opnar það enn frekar möguleika á hagstæðum innkaupum.