Fundur fólksins.

Hátíðin er í ár haldin í þriðja skipti, en þetta er í fyrsta sinn sem hún fer fram utan höfuðborgarsvæðisins. Fundur fólksins sækir innblástur sinn í sambærilegar hátíðir sem haldnar eru á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings og skapa vettvang til þess að ræða málefni samfélagsins.
Blindrafélagið mun taka þátt í fundinum og hvetur félagsmenn sína, bakhjarla, aðstandendur og vini til að kíkja í heimsókn í Hof laugardaginn 9. september.

http://fundurfolksins.is/