Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 16. mars klukkan 16:00 .
Fundurinn verður í sal Blindrafélagsins 2.hæð í Hamrahlíð 17 og stafrænn. Þau sem hyggjast vera með á fundinum stafrænt þurfa að skrá sig á fundinn fyrir fram í síma 525 0000 eða á afgreidsla@blind.is. Fundinum verður einnig streymt í vefvarpinu.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Kynning fundargesta.
- Kjör starfsmanna fundarins.
- Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar, sem er á heimsíðu félagsins og í vefvarpinu.
- Landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
- Önnur mál.
Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar, til að hægt verði að áætla veitingar er fólk beðið um að skrá sig fyrir fram á fundinn hjá skrifstofu Blindrafélagsins, á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000, í síðasta lagi miðvikudaginn 15. mars.
Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Sigþór U. Hallfreðsson, formaður.