Félagsfundur 17. nóvember.

 

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar miðvikudaginn 17. nóvember klukkan 17:00.

Dagskrá:

Fundarsetning.
Kynning fundargesta.
Kjör starfsmanna fundarins.
Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar.
Kynning á framgangi Máltækniáætlunar fyrir íslensku 2018-2022.
Önnur mál.

Fundurinn verður bæði rafrænn og í sal Blindrafélagsins, að því gefnu að sóttvarnarreglur heimili.
Þeir sem hyggjast vera með á fundinum, hvort sem er rafrænt eða með því að mæta í Hamrahlíð 17 þurfa að skrá sig á fundinn.
Skráning fer fram í síma 525 0000 eða á blind@blind.is.
Þeir sem að hyggjast taka þátt í fundinum í Hamrahlíð 17 verða að framvísa neikvæðu hraðprófi sem verður að vera minna sen 12 klukkustunda gamalt.
 
Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins.