Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar miðvikudaginn 19. febrúar kl. 17:00 að Hamrahlíð 17.
Dagskrá fundarins:
- Fundarsetning.
- Kynning viðstaddra.
- Kosning starfsmanna fundarins.
- Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar. Fundargerðina er hægt að lesa á heimasíðu Blindrafélagsins, í fréttabréfi félagsins eða í Vefvarpinu undir liðnum efni frá Blindrafélaginu, fundargögn vegna aðal og félagsfunda, fundargerðir, núverandi útgáfa.
- Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar. Hvað vakir fyrir löggjafanum og hvaða áhrif hafa lögin? Framsaga: Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, og Vignir Þröstur Hjálmarsson, tæknistjóri hjá Hreyfli.
- Kynning á dagskrá ráðstefnunnar RIWC2020 og NOK2020 i Hörpu 5. til 7. júní. Framsaga Helgi Hjörvar, formaður undirbúningsnefndar, og Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins.
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Þeir félagsmenn sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn, geta hlustað á hann í beinni útsendingu í Vefvarpi Blindrafélagsins undir liðnum Efni frá Blindrafélaginu, Bein útsending úr sal Blindrafélagsins.
F.h. stjórnar Blindrafélagsins.
Sigþór U. Hallfreðsson.