Blindrafélagið stendur fyrir sjónlýsingarviku

Sjónlýsingarvika 10. – 16. október. 

Alþjóðlegur sjónverndardagur er 12. október og dagur hvíta stafsins er 15. október. Blindrafélagið efnir af því tilefni til sérstakrar sjónlýsingarviku. Tilgangur vikunnar er að kynna og vekja athygli á mikilvægi sjónlýsinga, en sjónlýsingar eru að verða sífellt algengari við framleiðslu á kvikmyndum, sjónvarpsefni, listasýningum, íþróttakappleikjum og fleiri menningarviðburðum.

Samstarfsaðilar Blindrafélagsins eru: Bíó Paradís, Listasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, KSÍ, RÚV og Félag íþróttafréttamanna.

 Dagskrá sjónlýsingarvikunnar.

  • 10. október. Setning sjónlýsingarvikunnar með morgunverðarfundi í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Þátttakendur eru Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjafi Blindrafélagsins og sjónlýsingarnotandi. Einnig verður opnuð sjónlýst listasýning á listaverkum Hamrahlíðar 17 og öðrum listaverkum. Settir verða upp NaviLens kóðar við listaverkin með sjónlýsingu sem gervigreind hefur búið til.
  • 11. október. Maraþon-áhorf í sal félagsins klukkan 16:30 á þáttaseríunni Brot - The Valhalla Murders með sjónlýsingu.
  • 12. október. Alþjóðlegi sjónverndardagurinn. Maraþon-áhorf í sal félagsins klukkan 16:30 á þáttaseríunni Brot - The Valhalla Murders með sjónlýsingu.
  • 13. október. Sjónlýsing á fótboltaleik A landsliðs karla, Ísland – Lúxemborg. Leikurinn hefst klukkan 18:45
  • 14. október. Sjónlýstur safnadagur, Sjónlýsing fyrir blind og sjónskert börn á Þjóðminjasafninu klukkan 13:00 undir leiðsögn en einnig verður boðið upp á  sjónlýsingu á Listasafni Íslands klukkan 14:00 undir leiðsögn.
  • 15. október. Dagur Hvíta stafsins. Sjónlýsing verður í Bíó Paradís á barnamyndinni Apastjörnunni klukkan 15:00 og kvikmyndinni, Svar við Bréfi Helgu klukkan 17:00. 
  • 16. október. Sjónlýsing á fótboltaleik A landsliðs karla, Ísland – Liechtenstein. Leikurinn hefst klukkan 18:45

Skráning á viðburðina fer fram í gegnum skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is. 

Alla vikuna verður aðgengileg sjónlýsing í gegnum NaviLens-kóða á nokkrum verkum inn á Listasafni Íslands og á listaverkum Hamrahlíðar 17.