Blindrafélagið og Reykjavíkurborg gera samning um ferðaþjónustu við lögblinda Reykvíkinga

Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag, 19 mars 2015, nýjan og bættan samning við Blindrafélagið um ferðaþjónustu við lögblinda Reykvíkinga. Samningurin á pdf formi.

Eftirfarandi samþykkt var gerð á 17. stjórnarfundi Blindrafélagsins 10. mars 2015.

"Stjórn Blindrafélagsins lýsir mikilli ánægju með nýjan ferðaþjónustusamning við Reykjavíkurborg. Nýr samningur gerir blindum einstaklingum í Reykjavík aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Stjórn Blindrafélagsins vill þakka Kristni Halldóri Einarssyni framkvæmdarstjóra Blindrafélagsins innilega fyrir að leiða samningaviðræður við Reykjavíkurborg fyrir hönd Blindrafélagsins með eins góðum árangri og raun ber vitni."

Samningurinn byggir á ferðaþjónustusamningi frá 1997, gildandi lögum og reglum og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að mati Blindrafélagsins er ferðaþjónusta við lögblinda Reykvíkinga nú í fremstu röð í heiminum og rós í hnappagat Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu við fatlað fólk.

Eitt megin einkenni ferðaþjónustu Blidrafélagsins er hátt þjónustustig, sveigjanleg þjónusta, að kostnaðarþátttaka notenda er hærri en í hefðbundinni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og að þjónustan er samtímaþjónusta sem notast við leigubíla og nýtir því fjárfestingu sem fyrir er í samfélaginu .Þrátt fyrri að ferðaþjónusta Blindrafélagsins bjóði upp á hærra þjónustustig, sveiganlegri þjónustu og sé tiltæk alla daga ársins og allan sólahriginnn, þá er hver ferð ódýrari fyrir Reykjavíkurborg en ferð í hefðbundinni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Jafnframt er það staðreynd að þó svo kostnaðaþátttaka notenda í ferðaþjónustu blindra sé hærri en í ferðaþjónust fatlaðs fólks þá er miki ánægja með þjónustuna meðal notenda ferðaþjónustu blindra og hefur svo verið frá upphafi. Allan tímann hefur það verið Hreyfill sem veitt hefur þjónustuna.

Samninguinn sem nú liggur fyrir er afrakstur vegferðar sem hófst með erindi sem  sent var Velferðarráði Reykjavíkurborgar þann 1. nóvember 2011, þar sem óskað var eftir viðræðum um að færa fyrirkomulaga ferðaþjónustu blindra að ákvæðum Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um útboð á ferðaþjónustu fatlaðs fólk, sem ferðaþjónustu Blindrafélagsins var haldið utan við af kröfu Blindrafélagsins, varð svo til að fresta því að viðræðurnar yrðu leiddar til lykta.

Þegar að fyrir lágu nýjar reglur Reykjavíkurborgar um ferðaþjónustu við fatlað fólk fóru viðræður milli Blindrafélagsins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um nýjan samning á skrið. Fyrir hönd Blindrafélagsins stýrði Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri viðræðunum.

Um samninginn:

Samningurinn sem nú liggur fyrir felur í sér töluverðar umbætur fyrir þá notendur ferðaþjónustunnar sem borið hafa mestan ferðakostnaðinn til þessa sökum fjarlægðar milli heimilis og vinnu eða skóla. Auk þess þá verða kostnaðarþrep tengd gjaldskrá leigubíla, þjónustan er ekki lengur tengd við þjónustutíma Strætó og ferð á milli A og B verður aldrei talin meira en ein ferð þó hún fari upp fyrir 1. kostnaðarþrep.

Blindrafélagið innheimtir af notendum þá kostnaðarhlutdeild sem í þeirra hlut kemur fyrir ferðaþjónustuna. Grunnkostnaðarhlutdeild notanda skal fylgja staðgreiðslufargjaldi fullorðinna hjá Strætó eins og það er hverju sinni. Við útreikning á kostnaðarþátttöku notenda skal notast við kostnaðarþrep og skal fyrsta þrep vera: startgjald + 25 km á dagtaxta ( 1. mars 2015: 660 kr. + (2km x 328kr.)+(23km x 205kr) = 6031 kr.)) samkvæmt gjaldskrá leigubílastöðvar sem veitir þjónustuna á hverjum tíma. Annað kostnaðarþrep skal vera 2000 kr. hærra en það fyrsta, þriðja kostnaðarþrep 2000 kr. hærra en annað og svo koll af kolli. Kostnaðarhlutdeild notenda hækkar um sem nemur einu staðgreiðslufargjaldi Strætó fyrir hvert kostnaðarþrep. Þetta þýðir að 1. kostnaðarþrep fer úr 4000 kr í 6030 kr.

Ferðir sem farnar eru utan tímabilsins frá kl 07:00 - 24:00 eru ekki niðurgreiddar af velferðarsviði og skal notandi greiða þær að fullu.

Nýir umsækjendur skulu sækja um ferðaþjónustu fatlaðs fólks til þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar í hverfi umsækjanda sem fjallar um umsókn umsækjanda og ákveður fjölda ferða í samræmi við reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðs fólks skal senda til þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í hverfi umsækjanda, sem tekur ákvörðun um veitingu ferðaþjónustu. Umsækjandi getur veitt öðrum skriflegt umboð til að sækja um fyrir sína hönd. Þjónustumiðstöðvum er heimilt að óska eftir læknisvottorði þegar þörf er á nánari upplýsingum um fötlun umsækjanda. Umsókn skal metin á grundvelli möguleika umsækjanda til að nýta sér þjónustu almenningsvagna og/eða aðra ferðamöguleika.

Meðal nýjunga er að gert er ráð fyrir að hægt sé að semja um að notendur ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, aðrir en blindir, eigi þess kosta að velja að koma inn í ferðaþjónustu Blindrafélagsins og er það í samæmi við tillögu neyðarstjórnar sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Áður en að af því getur orðið þarf velferðarsvið Reykjavíkur og móta um það stefnu hverjum muni standa það til boða og kynna það svo fyrir þjónustumiðstöðvunum sem munu sjá um að afgreiða slíkar umsóknir.

Samningurinn felur í raun í sér að verið er að festa í sessi mjög dýrmæta þjónustu og framkvæmd hennar. Nánast öll þau viðhorf sem sett voru fram fyrir hönd Blindrafélagsins varðandi ferðaþjónustuna eru inni í þessum nýja samningi.

Sérstakur kynnigarfundur verður haldinn fyrir notendur ferðaþjónustu Blindrafélagsins í Hamrahlí 17 mánudaginn 23. mars kl 16:30

Nánari Upplýsingar veita:

Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins í síma 661 7809.