Blindrafélagið þakkar öllum innilega sem tóku þátt í glákuprófinu sem yfirstóð á samfélagsmiðlum félagsins! Einn heppinn einstaklingur vann gjafabréf í Laugarvatn Fontana og hefur verið látinn vita. Markmið prófsins var að fræða fólk um augnsjúkdóma sem valda gláku.
Dagana 9. til 15. mars er haldið upp á alþjóðaviku glákunnar en þá tekur augnheilsusamfélagið sig saman til að varpa ljósi á sjúkdóminn og vekja athygli á því hvernig snemmgreining og meðferð getur bjargað sjón.
Í dag 12. mars er Alþjóðadagur Gláku.
Þekktasta orsök gláku er hækkaður augnþrýstingur sem er skert flæði á augnvökva sem safnast upp í auganu. Þegar þrýstingur hækkar skemmast taugafrumur sjóntaugarinnar smám saman. Aðrir orsakavaldar geta verið hækkaður aldur, sykursýki, mikil nær/fjærsýni eða fjölskyldusaga um gláku.
Hér á árum áður var gláka ein helsta orsök blindu en margt hefur breyst með tilkomu betri meðferða og eftirlits. Einungis sex prósent allra blindra eða sjónskertra einstaklinga eru með gláku í dag. Með reglulegum augnskoðunum hjá augnlækni má greina sjúkdóminn tímanlega og koma í veg fyrir alvarlegar skemmdir.
Fyrstu einkenni gláku er skerðing á sjónsviði sem oftast verður í hliðarsjóninni. Einkenni geta komið fram í öðru eða báðum augum samtímis en eru þau helstu: - Að sjónsvið þrengist svo að það dregur úr hliðarsjón - Rörsýni - Sjóntruflanir með lituðum hringjum kringum björt ljós - Þokusjón
Þekktustu tegundir gláku eru - Gleiðhornsgláka - Þrönghornsgláka - Fylgigláka - Meðfædd gláka
Takk öll sem tóku þátt! ❤