Aðstoð við fatlaða farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Keflavíkurflugvallar er kallkerfi fyrir aðstoð rétt hjá innganginn brottfararmegin þar sem rúturnar stoppa. þetta er áberandi gult merki. Samskonar merki er við gluggann í miðjum sal beint á móti innritunarborð Icelandair.

 
Ef farþegi vill verða sóttur frá rútu er best að hringja í númer 425 6500 þegar komið er í rútuna og tilkynna með hvaða rútu hann kemur.

Ekki er hægt að veita aðstoð í fríhöfninni þar sem starfsmenn þurfa hugsanlega að veita þjónustu fleiri á sama tíma. Hins vegar ætti að vera hægt að sækja pöntun frá búðinni. Farþegar geta sjálfir ákveðið hvar þeir vilja biða (t. d. kaffihús, bar) áður en þeir fá fylgd í vélina.   

Eftirfarandi leiðbeiningar er á heimasiðu Keflavíkurflugvallar:

FÖTLUÐUM OG HREYFIHÖMLUÐUM FLUGFARÞEGUM SEM EKKI KOMAST AUÐVELDLEGA UM BYÐST AÐSTOÐ ÞJÁLFAÐST AÐSOTÐAFÓLKS SÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR

Rétt á þjónustu eiga:
- Farþegar sem geta ekki auðveldlega gengið langar vegalengdir, t.d. sjúkir, slasaðir eða aldraðir
- Farþegar í hjólastól
- Heyrnalausir og heyrnaskertir
- Blindir og sjónskertir
- Greindarskertir

Farþegar geta sótt um aðstoð hjá farmiðasölum og flugrekendum eða umboðsaðilum þeirra minnst 48 klst. fyrir auglýsta brottför en beiðnin verður að berast þjónustumiðstöð flugstöðvarinnar a.m.k. 36 klst. fyrir brottför.

Einnig er hægt að óska aðstoðar í þjónustusíma 425 6500, senda á netfangið prm@kefairport.is með sama fyrirvara. Ef sótt er um síðar en 36 klst. fyrir brottför mun starfsfólk að sjálfsögðu leggja sig fram um að veita skjóta þjónustu en hafa þarf í huga að einhver bið getur þá orðið.

Aðstoð er veitt frá merktum móttökustöðum á bílastæði og í brottfararsal að loftfari eða í farþegasæti eftir þörfum.

ÁRÍÐANDI ER AÐ TILKYNNA FARMIÐASALA EÐA FLUGREKANDAUM ÞÖRF FYRIR AÐSTOÐ MEÐ MINNST 48 KLST. FYRIRVARA.

Mikilvægt er að taka fram:
• Hvernig aðstoðar er þörf
• Hve mikil fötlun eða hreyfihömlun er
• Hvort farþegi getur gengið stuttar vegalengdir eða ekkert
• Hvort farþegi getur gengið upp eða niður stiga
• Um blindu eða sjónskerðingu
• Um heyrnarleysi eða heyrnarskerðingu
• Um greindarskerðingu
• Flugnúmer og dagsetningu flugs
• Bókunarnúmer farseðils
• Hvort farþegi er með eigin hjólastól (venjulegan eða rafmagnsknúinn)
• Annað sem talið er þarft að vita svo veita megi sem besta þjónustu (t.d. innilokunarkennd, flogaveiki, o.þ.h.)

Við komu á flugvöll þurfa farþegarnir að láta vita af komu sinni:
• Í síma 425 6500.
• Með kallkerfi á sérmerktu bílastæði við norðurhlið flugstöðvar, brottfararmegin.
• Með kallkerfi á sérmerktum stað í brottfararsal.

Farþega verður skjótt vitjað og sérþjálfað starfsfólk okkar mun leggja sig fram um að veita þægilega og örugga þjónustu.

Verið velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.