Aðalfundur Blindrafélagsins

Aðalfundur Blindrafélagsins verður haldinn laugardaginn 9. maí 2015  í samkomusal félagsins að Hamrahlíð 17 og hefst hann kl. 13:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Í samræmi við lög félagsins.

Dagskrá: 

1.   Formaður félagsins setur fund.

2.   Kynning viðstaddra.

3.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.

4.    Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.

5.   Inntaka nýrra félaga.

6.   Látinna aðalfélaga minnst.

7.   Skýrslur lagðar fram:

a)     Formaður flytur skýrslu stjórnar.

b)     Umræður um skýrslur.

8. Ársreikningar félagsins og sjóða þess fyrir árið 2014 lagðir fram:

a)   Löggiltur endurskoðandi Blindrafélagsins kynnir efnahags og rekstrarreikninga félagsins.

b)   Umræður um ársreikningana.

c)   Ársreikningar bornir upp til samþykktar.

 

9. Gulllampa veiting.

10. Kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára.

11. Ákveðið árstillag félagsmanna fyrir næsta almanaksár og gjalddagi þess.

12. Fleiri kosningar: 
a) Kosning tveggja varamanna í stjórn til tveggja ára.
b) Kosning þriggja einstaklinga  í kjörnefnd og einn til vara.
c) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og jafn margra varamanna til tveggja ára.

13. Lagabreytingar.
14. Aðalfundur ákveði laun stjórnarmanna.
15. Önnur mál.
16. Fundarslit.

Léttar veitingar verða í boði að loknum aðalfundi.

Aðalfundargögn:

Ársskýrsla og ársreikngur félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins.

Stjórnarkjör:

Á aðalfundinum á að kjósa til næstu tveggja ára tvo aðalmenn stjórn félagsins og tvo varamenn. Eftirtaldir einstaklingar tilkynntu um framboð innan lögboðins frests og gefa kost á sér sem til næstu tveggja ára:

Aðalmenn:

  • Baldur Snær Sigurðsson, f. 1974 
  • Haukur Sigtryggsson,  f. 1928 
  • Hlynur Þór Agnarsson, f. 1988 
  • Inga Sæland Ástvaldsdóttir, f. 1959
  • María Hauksdóttir, f. 1949
  • Rósa María Hjörvar, f. 1980

Varamenn:

  • Baldur Snær Sigurðsson, f. 1974
  • Haukur Sigtryggsson, f. 1928 
  • María Hauksdóttir, f. 1949 
  • Patrekur Andres Axelsson, f. 1994
  • Rósa María Hjörvar, f. 1980

Lagabreytingar: 

Komið hefur fram lagabreytingartillaga sem miðar að því að sameina kosningu aðal og varamanna til stjórnar félagsins í eina kosningu þar sem atkvæðamagn er látið ráð því hverjir verða aðalmenn og hverjir varamenn.  
 

Tillaga til breytinga á 9. grein.

Liðir e og f verði felldir út og í staðin komi nýr liður svohljóðandi:

"e) Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn til tveggja ára, samanber 10 grein."

Tillaga til breytinga 1 málsgrein 10. gr.
Fyrsta málsgreinin sem er svohljóðandi:

" Stjórn Blindrafélagsins skal kosin á aðalfundi, hana skipa fimm aðalmenn.  Jafnframt eru kosnir fjórir varamenn. Formaður skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára. Stjórnin velur úr hópi sínum varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda."

10 gr. verði þá svohljóðandi:

"Stjórn Blindrafélagsins skal „kjörin á aðalfundi, hana skipa fimm aðalmenn og fjórir varamenn. Atkvæðamagn, raðval ræður hverjir eru kjörnir í aðalstjórn eða varastjórn. Formaður skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára. Stjórnin velur úr hópi sínum varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.

Stjórnarmenn og varamenn skulu kosnir til tveggja ára í senn þannig að árlega skulu kosnir tveir aðalmenn og tveir varamenn og jafnmargir gangi úr stjórn. Varamenn taka sæti aðalmanna er kosnir voru til sama tíma í forföllum þeirra, fyrst sá er fleiri atkvæði hefur að baki sér. Séu varamenn, er kosnir voru til sama tíma, ekki tiltækir skal varamaður, sem kjörinn hefur verið á öðrum aðalfundi, taka sæti stjórnarmanns eftir sömu reglu um atkvæðamagn. Falli stjórnarmaður frá eða gangi úr stjórn félagsins tekur varamaður sæti hans á sama hátt og situr út kjörtíma þess stjórnarmanns.

Félagsmenn og bakhjarlar Blindrafélagsins eru kjörgengir til stjórnar. Þó mega ekki fleiri en tveir úr hópi bakhjarla sitja í stjórn félagsins hverju sinni."

 Greinargerð:
Þegar kom fram á 9. tug liðinnar aldar, voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum Blindrafélagsins. Stjórnarmenn höfðu fram að þeim tíma verið 5 einsog nú, en tveir varamenn. Varastjórnarmönnum var fjölgað úr tveimur og í fjóra. Eftir því sem fólki hefur fjölgað í Blindrafélaginu reynist æ tímafrekara að framkvæma kosningar til aðal- og varastjórnar, einsog nú er gert. Þegar kosið er sérstaklega í aðal- og varastjórn geta utankjörfundaratkvæði reynst ógild ef einn og sami maðurinn býður sig fram til aðalstjórnar eða varastjórnar.Því er lagt til að ein kosning verði til stjórnar félagsins og atkvæðamagn, raðval ráði hverjir nái kjöri í aðal- eða varastjórn. Þetta fyrirkomulag mun stytta aðalfund og auðvelda framkvæmd stjórnarkosningar og engin utankjörstaðaratkvæði munu falla ógild, bjóði einn og sami maðurinn sig fram til setu í aðal- og varastjórn.

Reykjavík, 17. apríl 2015

Fluttningsmenn:

Gísli Helgason
Kristinn Halldór Einarsson
Eyþór Kamban Þrastarson
Ólafur Þór Jónsson.
Rósa María Hjörvar
Halldór Sævar Guðbergsson
Bergvin Oddsson.