Aldursbundin augnbotnahrörnun er algengasta orsök lélegrar sjónar hjá fólki yfir sextugu. Þegar sjónin skerðist hefur það áhrif á nánast allt sem viðkomandi þarf að gera, t.d. að horfa á sjónvarp, fara út í búð að versla og fylla út eyðublöð svo eitthvað sé nefnt. Í þessu hefti er að finna lausnir á mörgum þessara vandamála. Allt mögulegt er hægt að leysa með breyttu hugarfari og nýjum aðferðum ef vilji og líkamleg og andleg geta er fyrir hendi.
Fræðslubæklingur um alurstengda hrörnun í augnbotnum gefinn út af Þjónustu og þekkingamiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.